Svona eyðir Elon Musk deginum sínum

Elon Musk hefur gengið einstaklega vel enda mjög skipulagður.
Elon Musk hefur gengið einstaklega vel enda mjög skipulagður. mbl.is/AFP

Það er oft sagt um farsælt fólk að það sé með fleiri tíma í sólarhringnum en aðrir. Tæknifrumkvöðullinn Elon Musk er þar ekki undanskilinn. En svo virðist af samantekt hjá Entrepreneur að leyndarmálið sé skipulag.

Elon Musk er stofnandi og forstjóri Tesla og SpaceX og vinnur 100 prósent vinnu hjá báðum fyrirtækjum sem eru um 85 til 100 klukkutímar á viku. Hann brýtur daginn niður í fimm mínútna lotur til þess að komast í gegnum allt sem hann þarf að gera. 

Musk vaknar í kringum klukkan sjö á morgnana. Hann hefur gefið það út að hann nái um það bil sex tíma svefni. Hann sleppir síðan oftast morgunmat en það kemur þó fyrir að hann grípi með sér kaffi og eggjaköku. Hann má þó eiga það að hann fer reglulega í sturtu en hann sagði einu sinni við Reddit að það væri mikilvægasti hlutur dagsins. 

Musk er fjölskyldumaður og þrátt fyrir að hann eigi hjónabönd að baki sem hafa ekki gengið upp á hann fimm syni. Þegar hann eyðir tíma með fjölskyldunni er hann oftast að vinna líka. Ef hann gerði það ekki næði hann ekki að klára að vinna. 

Til þess að komast í gegnum vinnudaginn kemur hann sér hjá því að svara í símann og notar leynitölvupóst svo að hann fái ekki of mikið af tölvupósti. 

Musk gefur sér ekki mikinn tíma til að borða og reynir að borða hádegismat á vinnufundum og kvöldmat sömuleiðis á fundum á veitingastöðum. 

Þrátt fyrir að vera nánast alltaf með hugann við vinnuna gefur milljarðamæringurinn sér tíma til þess að lesa. Hringadróttinssaga og ævisögur Benjamins Franklins og Albert Einstein í uppáhaldi. 

Elon Musk.
Elon Musk. mbl.is/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál