Vinsælustu staðirnir á Instagram

Seljavallalaug, Bláa lónið og Petersen-svítan eru allt mjög vinsælir staðir …
Seljavallalaug, Bláa lónið og Petersen-svítan eru allt mjög vinsælir staðir á Instagram. mbl/samsett

Nú þegar Ísland er orðinn mjög vinsæll ferðamannastaður flykkist hingað margt fólk sem langar til að taka fallegar myndir og birta þær á Instagram-síðu sinni. Það breytir því ekki samt að mörgum Íslendingum finnst einnig gaman að birta fallegar myndir frá Íslandi á Instagram og reyna þeir oft að finna staði frábrugðna þessum týpísku túristastöðum.

Smartland Mörtu Maríu hefur tekið saman lista yfir vinsælustu staði á Instagram-síðum landsmanna.

Petersen-svítan í Gamla bíói

Petersen-svítan er mjög vinsæl á sumrin þegar veðrið er gott. Þá flykkjast Íslendingar þangað og smella nokkrum myndum af sér með útsýnið í bakgrunni. 

Rétt næ að fagna 25 ára afmælinu áður en ég verð 26 á þriðjudaginn 🎉

A post shared by Solveig María (@solveigmariai) on Jun 2, 2017 at 4:09pm PDT

Baðherbergið á ODDSSON

ODDSSON hostel opnaði í fyrra í Vesturbænum en það er einnig veitingarstaður og bar. Hönnun hostelsins innanhúss er frekar „funky“ og þykir mörgum gaman að taka myndir af sér á baðherberginu þar sem vaskarnir eru bleikir og veggirnir bláir. 

Spegillinn í World Class

Það getur verið erfitt að koma sér í ræktina en maður er alltaf stoltur að sjálfum sér þegar maður drífur sig. Mörgum finnst gaman að smella einni mynd af sér eftir góða æfingu í World Class. 

A post shared by Helga Diljà (@helgadilja) on Feb 5, 2017 at 2:29am PST

Sundlaugin á Hofsósi
Sundlaugin er gríðarlega falleg með alveg klikkað útsýni. Sundlaugin er fjóra tíma frá höfuðborginni en mörgum finnst keyrslan alveg þess virði til þess að smella einni Instagram-mynd. 

Þrastarlundur

Heill hellingur af Íslendingum hefur lagt leið sína í brunch á veitingastaðinn Þrastalund og smellt af sér mynd þar sem maturinn þar lítur mjög vel út. 

Sunday #brunchin with my bestie @johannahelga9 🥂🥞at @thrastalundur_grimsnes #ad

A post shared by Sunneva Eir Einarsdóttir 🌸 (@sunnevaeinarsd) on Apr 9, 2017 at 9:46am PDT

Fyrir utan flugvélina

Margir Íslendingar starfa sem flugfreyjur og flugþjónar, þá sérstaklega á sumrin og þykir þeim flestum skemmtilegt að birta myndir af sér í vinnunni á Instagram.

Sushi Social

Veitingastaðurinn hefur lengi verið vinsælasti veitingastaður á landinu til að taka myndir og birta á netinu. Oftast er einn kokteill með á mynd. 

Last night when my drink had flowers in it and all 💁🏼🌸🌺

A post shared by AstaRose🌹 (@aastros) on Jun 24, 2017 at 5:29am PDT

 Esjan

Íslendingum hefur lengi fundist gaman að labba upp á Esju og er mikilvægt að muna að taka mynd á toppnum.

Seljavallalaug

Er ein af elstu sundlaugum landsins en hún var byggð árið 1923. Sundlaugin er um tvo klukkutíma í burtu frá höfuðborgarsvæðinu og finnst mörgum gaman að skella sér þangað í góðu veðri. 

I love hot springs 🤓

A post shared by ARNA YR (@arnayr) on Apr 14, 2017 at 12:59pm PDT

Bláa lónið

Þó svo að Bláa lónið sé örugglega týpískasti ferðamannastaður á Íslandi þykir Íslendingum enn gaman að skella sér þangað en þeir muna líka alltaf eftir því að taka mynd.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál