Kostirnir sem koma þér í draumastarfið

Það er ekki nóg að vera með fína ferilskrá til …
Það er ekki nóg að vera með fína ferilskrá til að fá draumstarfið. mbl.is/Thinkstockphotos

Það er ekki nóg að uppfylla skilyrði sem sett eru í atvinnuauglýsingum til þess að landa draumastarfinu. Mydomaine fór yfir þau atriði sem þeir sem ráða fólk í vinnu leita helst eftir í fari fólks. Stundum er verið að leita að hæfileikum sem eru ekki auglýstir í atvinnuauglýsingum og fólki dettur ekki í hug að setja á ferilskrána sína.  

„Venjulega eru þetta hæfileikar sem er erfitt að meta á ferilskrá, svo ég spyr spurninga sem gefa umsækjendum tækifæri á að sýna hæfileika sína í gegnum svör,“ sagði Anne Kimsley sem sér um að taka fólk í atvinnuviðtöl. 

Það er því gott að geta sýnt fram á að þú búir yfir þeim kostum sem taldir eru upp hér að neðan með því að segja frá fyrri reynslu, hvort sem það er á vinnustað eða ekki. 

1. Útsjónarsemi.

2. Leysa vandamál.

3. Ákvörðunarhæfni. 

4. Sveigjanleiki. 

5. Snjall í hugsun. 

6. Skipulagning. 

7. Sjálfstæði í markmiðssetningu og leiðum til þess að ná þeim. 

8. Samstarfsgeta. 

9. Sjálfsmeðvitund.

10. Hreinskilni. 

Það er mikilvægt að vera vel skipulagður.
Það er mikilvægt að vera vel skipulagður. mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál