Sex atriði sem þú þarft að hætta

Stundum þarf hreinlega að hætta.
Stundum þarf hreinlega að hætta. mbl.is/Thinkstockphotos

Einhvern tíman var það talið merki um að ganga illa ef maður hætti í einhverju eins og til dæmis skóla. Í grein Entrepreneur er farið yfir af hverju það er stundum mikilvægt að hætta. Að hætta getur nefnilega opnað ný tækifæri þegar hætt er við mislukkað verkefni, hætt er í leiðinlegri vinnu eða sambandi sem er ekki að virka. 

Það er hæfileiki að vita hvenær það er tími til þess að hætta en það er sem betur fer hægt að æfa sig í því enda tilgangslaust að halda áfram að gera eitthvað sem er ekki að virka. 

Hættu að efast um sjálfan þig

Sjálfstraust skiptir miklu máli þegar kemur að því að ná árangri. Tölvufyrirtækið Hewlett-Packard gerði til dæmis áhugaverða könnun á meðal fólks sem sótti um stöðuhækkun hjá þeim. En það kom til dæmis í ljós að konur sóttu bara um stöðuhækkunina þegar þær uppfylltu öll skilyrði en karlmenn þegar þeir uppfylltu 60 prósent skilyrðanna. Það er nefnilega oft sem það er sjálfstraust sem skilur að milli fólks. 

Hættu að fresta

Það er alltaf auðvelt að fresta hlutum til morgundagsins. Vandamálið er hinsvegar að „á morgun“ kemur aldrei. Þetta er einfaldlega afsökun sem þýðir að þú vilt eiginlega ekki gera þetta eða þú vilt sjá árangurinn en þú nennir ekki að leggja á þig þá vinnu sem fylgir honum. 

Hættu að halda að þú eigir ekki val

Það er alltaf hægt að velja, stundum virðist kannski kostirnir vera allir jafn slæmir en það er að minnsta kosti val til staðar. Með því að halda því fram að þú eigir ekki annarra kosta völ lætur þú eins og þú sért fórnalamb. En með því að halda í valmöguleikana og velja sjálfur ert þú við stjórnvölinn og það er það sem kemur þér áfram. 

Hættu að búast við mismunandi útkomu þegar þú gerir sama hlutinn aftur og aftur 

Albert Einstein sagði að það væri brjálæði að gera sama hlutinn aftur og búast við annarri niðurstöðu. Ef þú vilt fá aðra niðurstöðu þarftu að breyta aðferðum þínum, jafnvel þó svo að það geti verið erfitt. 

Hættu að hugsa að vandamálið leysist sjálfkrafa

Vandamál leysast aldrei af sjálfum sér þú þarft að leita lausna. Þetta á við á mörgum sviðum til dæmis ekki búast við að fá stöðuhækkun án þess að biðja um hana eða ekki búast við því að vinnufélagar þínir biðji þig um að vinna aukalega þegar þú segir alltaf já. 

Hættu að segja „já“

Rannsókn sem University of California gerði sýndi að meira stress fylgdi þeim sem áttu erfitt með að segja nei við hlutum. Fólk ætti ekki að vera hrætt við að segja nei en með því að geta neitað hlutum ertu frjálsari og getur nýtt tíma þinn og orku til þess að gera það sem er þér mikilvægt. 

Það er mikilvægt að geta sagt nei þegar maður er …
Það er mikilvægt að geta sagt nei þegar maður er beðinn um að vinna frameftir. mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál