Þetta ættir þú að gera fyrri klukkan níu

Það er gott að taka daginn snemma og undirbúa sig …
Það er gott að taka daginn snemma og undirbúa sig fyrir átök dagsins. Ljósmynd/Getty Images

Maður leggur grunninn að góðum degi á morgnana. Það er því mikilvægt að framkvæma hluti á morgnana sem láta manni líða vel það sem eftir lifir dags. Hér eru tíu hlutir sem Buisness Insider mælir með að fólk geri fyrir klukkan níu á morgnana. 

1. Farðu í göngutúr

Það er gott að fara reglulega í göngutúr til þess að viðhalda heilsunni. Ekki er verra að gera það á morgnana og fá smá sólarljós til þess að rífa orkuna upp fyrir daginn. Það eina sem maður þarf eru góðir skór. Tilvalið er að ganga í vinnuna, stutt ganga út í strætóskýli hressir mann líka við. 

2. Búðu um rúmið 

Það eitt að búa um rúmið sitt getur eflt sjálfstraustið og látið manni líða vel það sem eftir lifir dags. 

3. Drekktu vatn

Við missum vökva þegar við öndum og svitnum og það vill svo til að við bæði öndum og svitnum á nóttinni þess vegna er mikilvægt að drekka eitt vatnsglas á morgnana. 

4. Lestu bók

Það er vísindalega sannað að lestur getur minnkað stress og bætt samkennd og því er tilvalið að byrja daginn á nokkrum góðum blaðsíðum. Án þess að blanda vísindunum inn í þetta er það líka bara yndislegt að setjast niður í rólegheitunum áður en maður leggur af stað í þá miklu óreiðu sem nýr dagur getur verið.

5. Skrifaðu niður þrjú góð atriði

Það getur gert heilmikið fyrir geðheilsuna að skrifa niður þrjú atriði sem gengu vel daginn áður. Margir sem gera æfinguna gera hana á kvöldin en það er alls ekki verra að gera hana á morgnana og fara yfir hvað gekk vel daginn áður og fara út í daginn ánægður með sjálfan sig. 

6. Fáðu þér smá koffín

Flestir vakna vel við smá koffín. Það er því sniðugt að byrja daginn á smá koffíni enda endist koffínið í nokkra klukkutíma. 

7. Gerðu eitthvað einfalt sem þú mundir annars fresta

Það er ótrúlegt hvað manni tekst að fresta hlutum sem tekur enga stund að framkvæma. Ímyndaðu þér hvað það er miklu betra að koma heim í hreint eldhús eða í svefnherbergi þar sem öll föt eru á sínum stað. 

8. Hreinsaðu hugann

Rannsóknir hafa meðal annars sýnt fram á það að hugleiðsla bætir einbeitingu og minnkar kvíða. Þeir sem hugleiða reglulega virðast líka verða sjaldnar veikir.

9. Farðu yfir markmið dagsins

Ekki fara bara yfir dagskrá dagsins á morgnana heldur skipuleggðu einnig hvaða markmiðum þú ætlar að ná og hvernig þú ætlar að fara að því. Þegar þú hefur náð að klára eitthvert verkefni hellist yfir þig jákvæð orka sem fylgir þér allan daginn. 

10. Talaðu við einhvern sem þú elskar

Það er yndislegt að byrja daginn á því að tala við þann sem maður elskar og það er ekki bara góð tilinning heldur hefur það líka jákvæð áhrif á líkamann. 

Að taka til í fimm mínútur á morgnanna getur komið …
Að taka til í fimm mínútur á morgnanna getur komið sér vel þegar maður kemur þreyttur heim eftir langan vinnudag. mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál