10 ráð fyrir samband sem endist

Sambönd krefjast viðhalds og vinnu. Til að sambandið við makann haldist sterkt í gegnum lífsleiðina eru nokkur ráð þess verð að hafa í huga.

<b><br/></b> <b>1. Horfist framan í heiminn saman</b>

Bestu samböndin eru milli þeirra aðila sem standa hlið við hlið frekar en að drekkja sér í að horfa hvor á annan. Munið að gleyma ekki að sýna öðrum athygli og kynnast nýju fólki. 

<b>2. Ekki reyna að breyta hvort öðru </b>

Það eru sterkar líkur á því að þú myndir sakna gamla makans ef þér tækist að breyta honum í það sem þú heldur að verði betri útgáfa. Eftir allt varðstu líka ástfangin/n af göllunum ekki satt?

<b>3. Ekki leyfa smámálum að þenjast út</b>

Þetta er eitt það erfiðasta við daglegt líf. Það eru oft litlu hlutirnir, góðir og slæmir, sem ákvarða hvort samband endist. Vertu örlát/ur þegar þið rífist og gefðu eftir ef þú hefur rangt fyrir þér. 

<b>4. Ekki verða stressuð/aður ef þú efast um sambandið</b>

Það er mjög eðlilegt að efast um sambandið við makann við og við. Þú hefur þó mjög líklega ekki framið nein mistök heldur ertu aðeins á eins konar breytingaskeiði þar sem ástin breytist úr heitri ungæðislegri ást yfir í stöðuga og einfalda ást.

<b>5. Fáðu fjölskyldu og vini til að hjálpa til með börnin </b>

Ekki missa af því að eyða tíma saman ef þið eignist börn. Það er engin skömm í að biðja um aðstoð jafnvel þótt þið viljið bara taka ykkur langan göngutúr eða spjalla í næði. 

<b>6. Passaðu upp á vini þína</b>

Þegar makinn eða börnin fara í taugarnar á þér getur röfl í góðum vini stöðvað þig í því að taka allt út á sökudólgunum í hvert skipti.

<b>7. Aldrei halda framhjá</b>

 Framhjáhald virkar oft spennandi og sumir sjá það jafnvel sem einhvers konar lausn. Margir tala um sjö ára kláðann og einnig er sagt að hann komi upp aftur eftir fjórtán og tuttugu og eitt ár. Ef þú finnur til freistingarinnar er nauðsynlegt að vera meðvitaður um að hún er aðeins tímabundinn kláði. 

<b>8. Mundu að jafnvel hamingjusömustu hjónaböndin eru í áhættu við eftirlaunaaldur.</b>

Par sem hefur verið upptekið og hamingjusamt á vinnumarkaði getur átt erfitt með að eyða skyndilega öllum stundum saman. Finnið ykkur áhugamál til að stunda saman og hvort í sínu lagi. 

<b>9. Vertu kurteis </b>

Nú til dags þykir oft eðlilegt að láta allt flakka en það eitt að segja „viltu gjöra svo vel“ og „takk“ í stað þess að nota boðháttinn breytir miklu. 

<b>10. Hlæið saman </b>

Par þarf ekki að hafa verið lengi saman til þess að eiga alls konar leynda brandara sín á milli og eftir því sem tíminn líður verða þeir enn fleiri. Njótið þess að standa í mannmergð og líta hvort á annað og vita nákvæmlega hvað hitt er að hugsa

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál