Ullin löngu orðin töff

Það eru ekki allir gefnir fyrir útiveru í kulda en …
Það eru ekki allir gefnir fyrir útiveru í kulda en það er hægt að gera hana auðveldari með því einmitt að venja líkamann við smávegis útiveru við lægra hitastig en maður er vanur. Þórður Arnar Þórðarson

Síðar ullarbuxur og -nærbolir hafa mörgum kuldabolum og foreldrum til mikillar gleði verið að komast í tísku, ekki síst hjá unglingum, og sem betur fer hefur tískan verið að þróast þannig að það þykir ekki svalt lengur að klæða sig illa eins og var stundum áberandi fyrir nokkrum árum þegar ekkert þótti að því að gerviefnavæða tískuna í botn þótt landið héti Ísland.

Margar rannsóknir á undanförnum árum hafa sýnt hvernig ullin jafnar líkamshitann og heldur líkamanum heitum við erfiðar aðstæður og margir fleiri kostir ullarinnar hafa verið dregnir fram í dagsljósið einn á fætur öðrum. Þannig greindi breska blaðið The Telegraph ekki alls fyrir löngu frá niðurstöðum rannsókna sem Sydney-háskólinn í Ástralíu gerði á svefni fólks sem svaf í ull; nærfötum, náttfötum eða jafnvel með ullarlag undir sér, og niðurstöður vísindamannanna leiddu í ljós að ullarfólkið svaf lengur og dýpra en þeir sem voru ekki með ullina nærri sér. Þá vöknuðu þeir síður upp.

Það er því nauðsynlegt að greina frá því nýjasta í þessum málum en hérlendis kom nýlega á markað dönsk hönnun frá hinu næstum 100 ára gamla fyrirtæki Marathon; ullarbolir og gammósíur í Marathon Sportswear-vörulínunni sem kallast Baselayer.

Tæknilega hliðin á fötunum er sú að næst líkamanum er mjúkt pólýesterefni með plúshlöðnum fjölliðum í efninu. Það segir trúlega ekki mörgum mikið en til útskýringar þá flytur efnið rakann sem kemur frá líkamanum úr innsta laginu og út í ytra lagið sem er hrein merínóull og hefur klæðnaðurinn því meðal annars notið vinsælda hjá hjólagörpum og útivistarfólki því líðanin er alltaf eins og maður sé skraufþurr þrátt fyrir blóð, svita og tár. 

Nýlega greindi vefmiðillinn bandaríski Livescience frá rannsóknum sem gerðar hafa verið við Wilderness Medical-miðstöðina í Salt Lake City í Utah í Bandaríkjunum og í þeim kemur fram að auk þess sem fatnaður sem við klæðumst næst okkur skiptir miklu máli er líka áríðandi að við séum vel mett áður en við förum út í kuldann og búin að borða staðgóðan málsverð ef við ætlum að vera úti í einhvern tíma.

Þá vekur athygli að það er hægt er að venja sig við útiveru í kulda smám saman. Fólk sem er lítið útivið ef hitastigið fer niður fyrir fimm gráður ætti því að lengja aðeins göngutúrinn þegar það er kalt úti svo lengi sem veðrið er ekki slæmt. Það er hins vegar ekki sniðugt að fá sér í tána og út í kuldann því það getur blekkt skynjun okkar og látið okkur líða eins og við séum betur undir kuldann búin en við raunverulega erum. 

Marathon Sportswear hefur hannað mjög smart linu fyrir alla fjölskylduna …
Marathon Sportswear hefur hannað mjög smart linu fyrir alla fjölskylduna í ullarfatnaði.
Danirnir kunna að gera ullarföt í glaðlegum litum og ekki …
Danirnir kunna að gera ullarföt í glaðlegum litum og ekki verra að eiga bleikan ullarbol.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál