Kennir fólki að myndast betur

Tískubloggarinn Marianna Hewitt.
Tískubloggarinn Marianna Hewitt. Instagram @marianna_hewitt

Tískubloggarinn Marianna Hewit lýsti því við tímaritið Harpers Baazar hvernig tískubloggarar fara að því að ná sem bestum myndum fyrir Instagram. Hér koma nokkur ráð frá Hewitt, meðal annars hvernig er hægt að láta sig líta út fyrir að vera grennri á myndunum.

Brosa með augunum

„Fyrsta ráðið er að stinga hökunni út í loftið og brosa með augunum. Mér finnst betra að hafa munninn lokaðan vegna þess að þá sjást kinnbeinin betur.“

Brosa með augunum og stinga hökunni fram.
Brosa með augunum og stinga hökunni fram. Instagram @marianna_hewitt

Leika sér með sjónarhorn til að virðast vera hærri eða lægri

„Ég er afar lítil svo ég vil alltaf virðast hærri á myndum en ég er í raun. Þess vegna bið ég yfirleitt ljósmyndarann um að taka myndina upp á mig, það er hafa myndavélina staðsetta neðarlega. Ef fólk er afar hávaxið og vill virðast minna er því sniðugt að taka myndina ofarlega.“

Hewitt lætur taka myndir af sér neðan frá til að …
Hewitt lætur taka myndir af sér neðan frá til að virðast hærri. Instagram @marianna_hewitt

Leyfðu fötunum að njóta sín

„Ef fötin sem ég klæðist eru ekki að gera mikið fyrir líkamann eins og laus bolur sit ég oftast á myndum. Þrengri föt láta mann virðast grennri á myndum.“

Situr og leyfir buxunum að njóta sín.
Situr og leyfir buxunum að njóta sín. Instagram @marianna_hewitt

Vertu á ferð þegar að myndin er tekin 

„Það er afar sniðugt að snúa líkamanum á meðan að myndin er tekin, þá virðist maður grennri. Þá kemur einnig vel út að taka mynd á ferð.“

Tekur myndir á ferð.
Tekur myndir á ferð. Instagram @marianna_hewitt

Leiktu þér með hendurnar

„Aldrei hafa hendurnar beint niður með hliðum. Mér finnst afar fallegt að stilla hendinni upp við mjöðmina og leyfa mittinu að njóta sín.“

Setur höndina á mjöðmina til að leyfa mittinu að njóta …
Setur höndina á mjöðmina til að leyfa mittinu að njóta sín. Instagram @marianna_hewitt

Settu „filter“ á myndina 

„Ef  allt annað klikkar er alltaf hægt að setja fallegan „filter“ á myndina. Þá þarf þó að passa að gera myndina ekki ónáttúrulega.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál