Saknar ekki kynlífsins

Það kannast örugglega margir við að vera ekki í stuði …
Það kannast örugglega margir við að vera ekki í stuði fyrir kynlíf á meðan makinn er til í tuskið. Ljósmynd / Getty images

„Maki minn og ég lifðum afar góðu kynlífi árum saman, þar til ég varð ég ólétt. Ég þjáðist af morgunógleði og átti í erfiðleikum með að sætta mig við breytingarnar á líkama mínum, en ég hef alltaf átt í erfiðleikum með sjálfstraustið. Það dró því verulega úr kynlífinu,“ segir í bréfi ungrar nýbakaðrar móður sem leitaði á náðir kynlífs- og sambandsráðgjafans Pamelu Stephenson Connolly.

„Barnið okkar er átta mánaða gamalt og við héldum að ástand mitt myndi vera búið að lagast um þetta leyti. Ég er þó ekki viss um að ég sakni kynlífs það mikið.“

Stephenson-Connolly, sem er menntaður sálfræðingur, átti ekki í neinum vandræðum með að ráðleggja konunni.

„Áhyggjur þínar eru bæði afar algengar og skiljanlegar. Þú vilt hugsa um barnið þitt og lifa kynlífi líkt og þú gerðir áður en þú varðst ólétt. Ástæðan fyrir áhugaleysi þínu eru eðlilegar, og það er mikilvægt að þú og maki þinn skiljið það. Hormónabreytingar og þreyta sem fylgir móðurhlutverkinu geta enn verið að setja strik í reikninginn. Þetta mun líða hjá.“

„Tengslamyndun við barnið á að hafa forgang, en þig mun langa til að stunda kynlíf þegar fram líða stundir. Ég hef meiri áhyggjur af sjálfsmynd þinni, en þessi vandamál eru gjarnan fylgifiskar þunglyndis. Það væri því skynsamlegt að athuga málið, en fæðingarþunglyndi getur orðið til þess að konur hafa ekki áhuga á kynlífi.“

Pistilinn í heild sinni má lesa hér.

Mæður með ung börn hafa gjarnan um ýmislegt annað að …
Mæður með ung börn hafa gjarnan um ýmislegt annað að hugsa en kynlíf. Ljósmynd / Getty Images
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál