Sýningin er hæfilega dónaleg

Eyrún Ævarsdóttir sérhæfði sig í loftfimleikum.
Eyrún Ævarsdóttir sérhæfði sig í loftfimleikum. Ljósmynd / aðsend

„Ég komst að því í menntaskóla að til væru sirkusháskólar og þegar ég útskrifaðist fannst mér mjög spennandi að sjá hvort ég kæmist inn í slíkan skóla,“ segir Eyrún Ævarsdóttir, sem útskrifaðist nýverið úr Codarts-listaháskólanum í Rotterdam þar sem hún lærði sirkuslistir.

„Í náminu lærir maður grunn í helstu sirkusgreinunum, svo sem handstöðum, juggle og akróbatics, sem eru bæði gólf- og parafimleikar. Svo velur maður grein til að eyða meiri tíma í og sérhæfa sig, og ég valdi loftfimleika. Auk þess er maður í ýmsum tímum til að auka við almenna sviðsframkomu og listamannalíf, svo sem dansi, leiklist, tónlist, sirkussögu og rekstri fyrirtækis,“ bætir Eyrún við en að hennar sögn var fólkið í kringum hana afar jákvætt og forvitið um námið.

 „Mér finnst ég hafa grætt mjög mikið á þessu námi, bæði sirkuslega séð og bara í lífinu almennt. Mér finnst ég mun betur í stakk búin að starfa eingöngu sem sirkuslistamaður núna heldur en áður en ég fór út. Ég er þakklát fyrir það að mínir nánustu stóðu mjög vel við bakið á mér í gegnum þetta og ég held að það hafi í rauninni verið mikilvæg forsenda þess að ég hafi komist í gegnum þetta.“

Sirkuslistir eru ekki eingöngu fyrir börn og ungmenni því Sirkus Íslands hefur staðið fyrir fullorðinssýningum sem nefnast Skinnsemi. En hverju mega áhorfendur eiga von á þegar þeir sækja slíkar sýningar?

Eyrún segir að Skinnsemi sé hæfilega dónaleg og frábærlega fyndin …
Eyrún segir að Skinnsemi sé hæfilega dónaleg og frábærlega fyndin sýning. Ljósmynd / aðsend

 „Skinnsemi er svona hæfilega dónaleg, en líka frábærlega fyndin og stútfull af nýjum sirkusatriðum. Okkur finnst gaman að útbúa sirkus fyrir fullorðna og þessi sýning hefur oft boðið okkur upp á að prófa alls konar hugmyndir og gera hluti sem við myndum annars ekki gera í hefðbundnari sýningum. Í jólaútgáfunni af Skinnsemi mega gestir eiga von á alls kyns loftfimleikum, „burlesque“, „jöggli“, húllahringjum, áhættuatriðum og jafnvel jólaálfum.“

Þótt Eyrún lifi og hrærist í sirkusheiminum hefur hún gaman af ýmsu öðru, til að mynda fjallgöngum og góðum kvikmyndum. Þá þarf ekki að koma á óvart að hún hefur gaman að leik- og danssýningum. En hvað sér Eyrún fyrir sér að gera í framtíðinni?

 „Minn draumur er eiginlega að koma sirkus kirfilega fyrir í íslensku menningarflórunni og gera sirkus aðgengilegri þar sem fólk getur sótt viðburði og sýningar eða farið á námskeið. Sirkus er mjög fjölbreytt grein sem er hægt að nýta bæði sem listform, sem líkamsrækt eða sem kennsluaðferð. Ég held að það sé grundvöllur fyrir því að halda áfram að byggja þessa grein upp hérna á Íslandi,“ segir Eyrún að lokum.

Það kann ekki góðri lukku að stýra að vera lofthræddur …
Það kann ekki góðri lukku að stýra að vera lofthræddur ef maður ætlar að leggja fyrir sig sirkuslistir. Ljósmynd / aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál