Þykir konan ófríðari eftir framhjáhaldið

Ljósmynd / Getty Images

„Ég og konan mín erum að reyna að púsla lífinu okkar aftur saman eftir að hún átti í skammvinnu, en blessunarlega séð, kynlífslausu framhjáhaldi. Við erum að vinna okkur í gegnum þetta með hjálp ráðgjafa, en ég á í erfiðleikum með að líta hana sömu augum. Áður en ég komst að framhjáhaldinu hafði mér fundist konan mín verða fegurri með hverjum deginum, en ég laðast ekki lengur að henni með sama hætti. Mun þetta líða hjá?“ segir niðurbrotinn eiginmaður, sem leitaði ráða hjá kynlífs- og sambandsráðgjafa The Guardian.

„Uppgötvunin um framhjáhaldið hefur ekki aðeins eyðilagt jákvæða mynd þína af sambandi ykkar, heldur einnig upphafða mynd þína af eiginkonunni,“ segir ráðgjafinn.

„Fundir ykkar með ráðgjafanum eru nauðsynlegir svo þú getir sætt þig við þennan missi, fengið raunsærri skilning á konu þinni og skilið eigin viðbrögð betur. Þetta verður ekki auðvelt, sársaukinn leiðir yfirleitt af sér aukinn persónulegan þroska. Raunveruleg nánd krefst þess að þú sjáir maka þinn í réttu ljósi, en hugsanlega mun minna upphafin mynd af henni bæta samband ykkar.“

„Leyfðu þér að vera berskjaldaður í návist hennar, og reyndu að tjá tilfinningar þínar hversu erfitt sem það kann að virðast. Sýndu ykkur báðum góðvild, leggðu hart að þér í pararáðgjöfinni og lærðu af þessu.“

Ljósmynd / Getty Images
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál