Liðverkir og leiðir til að takast á við þá

Kínversk börn í líkamsræktarbúðum.
Kínversk börn í líkamsræktarbúðum. Reuters

Erfitt getur verið að takast á við ýmis konar gigt og þá liðverki sem henni fylgja, en það er hægt að fara ýmsar náttúrulegar leiðir til að takast á við verkina. Þær leiðir draga úr þörf á lyfjanotkun og hugsanlegum skurðaðgerðum. Einhverra hluta vegna virðast konur oftar fá gigt en karlar, þótt bæði kynin séu auðvitað að takast á við verki ef um gigt er að ræða.

Eitt af því sem reynist vel er að stunda æfingar, því þær auka vellíðan í liðnum. Margir stirðna í liðunum því þeir forðast hreyfingar sem geta valdið sársauka, en með því að hætta að hreyfa liðina aukast líkur á það þeir stirðni. Hægt er að leita til sjúkraþjálfara til að fá leiðbeiningar um hvaða æfingar hægt er að gera til að draga úr stirðleika og auka vöðvastyrkinn. Stundum þarf líka að kenna nýjar hreyfingar, eins og til dæmis hvernig best sé að standa upp af stól, fara fram úr rúminu eða taka eitthvað upp af gólfinu á sem sársaukalausastan hátt.

Önnur leið til að forðast liðverki eða til að vernda auma liði er að forðast t.d. að snú úlnliðunum eða nota hendurnar til að kreista eitthvað eða toga í, þar sem þessar hreyfingar eru álag á liðina og geta aukið sársauka. Þeir sem eru slæmir af gigt ættu að leita eftir hjálpatækjum til að opna krukkur og dósir, eða tækjum sem auðvelda önnur dagleg verk. Góð hugmynd gæti verið að skipta út hurðarhúnum sem þarf að snúa, fyrir aðra sem einungis er ýtt ofan á til að opna.

Óhefðbundnar leiðir

Ýmsar rannsóknir hafa sýnt fram á að nálastungur draga úr gigtarverkjum, geta dregið úr þörf á verkjalyfjum og aukið hreyfanleika liðamótanna. Ekki eru allir sammála því hversu áhrifarík bætiefni eins og glucosamine og chondroitin eru, en margir hafa náð bata með því að nota þau. Fiskiolíkur eins og Omega 3 geta líka dregið úr gigtarbólgum. Fyrir marga, en þó ekki alla, virkar engifer og túrmerik vel, því þessar jurtir hafa eiginleika til að draga úr bólgum.

Nýlegar rannsóknir við Háskólann í Pittsburg leiddu líka í ljós að ýmsar hug-líkamlegar æfingar eins og dáleiðsla, vöðvaslökun, tai-chi og jóga hjálpuðu til við að draga úr stöðugum liðverkjum.

HÉR er hægt að lesa fleiri greinar eftir Guðrúnu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál