Sex matvæli sem þú ættir ekki að borða

Örbylgjupopp er mjög óhollt.
Örbylgjupopp er mjög óhollt. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Það er vandlifað í þessum heimi þegar matur er annars vegar. Reglulega berast fréttir af nýjum rannsóknum sem varpa vafasömu ljósi á hinar ýmsu tegundir matvæla.

Á vef Health Freedom Alliance eru tilteknar sex tegundir af mat sem teljast óheilsusamlegar og bent á hvernig auðvelt er að skipta þeim út fyrir hollari valkost.

Tómatar í dós

Fredrick Vom Saal, vísindamaður við Háskólann í Missouri, hefur rannsakað hið umdeilda efni BPA (Bisphenol-A). Hann bendir á að niðursuðudósir með tómötum innihaldi BPA  sem talið er tengjast ýmsum kvillum og sjúkdómum svo sem getuleysi, hjartasjúkdómum, sykursýki og offitu.

Betri kostur: Tómatar í glerumbúðum.

Maísfóðraðir-nautgripir

Joel Salatin er meðeigandi Polyface Farms og hefur skrifað fjölda bóka um sjálfbæran búskap. Hann segir náttúrulega lífshætti nautgripa meðal annars fela í sér að þeir éti gras, ekki maís. Víða um heim ali bændur nautgripi sína þó á maís til að ná fram meiri þyngd á skemmri tíma og við það tapi kjötið miklu af næringargildi sínu.

Betri kostur: Kjöt af nautgripum sem fóðraðir eru á grasi.

Örbylgjupopp

Olga Naidenko er vísindamaður á sviði umhverfismála. Hún segir umbúðir örbylgjupopps innihalda óæskileg efni á borð við PFOA sem leysist úr læðingi og blandist innihaldinu þegar poppað er. Efnin hafi verið tengd við ýmis heilsufarsleg vandamál, svo sem getuleysi og krabbamein.

Betri kostur: Poppað í potti upp á gamla mátann.

Hefðbundnar kartöflur

Jeffrey Moyer er stjórnarformaður National Organic Standards Board. Hann bendir á að kartöflur sem víða um heim eru ræktaðar á hefðbundinn hátt á stórum kartöfluökrum dragi í sig skordýraeitur og önnur efni efni sem notuð eru á plöntur, ávexti og grænmeti til að halda skordýrum í góðri fjarlægð. Eiturefnin skili sér út í mannslíkamann við neyslu.

Betri kostur: Lífrænt ræktaðar kartöflur.

Eldislax

David Carpenter stýrir umhverfis- og heilsustofnun háskólans í Albany og birti nýverið stóra rannsókn á mengun í fiski í tímaritinu Science. Hann segir náttúruna ekki hafa ætlað laxinum að alast upp í þröngum fiskeldiskerum þar sem hann er bólusettur fyrir lús og ýmsum öðrum sjúkdómum og alinn upp á sojapróteini. Fyrir vikið sé eldislax mun feitari en lax sem elst upp í ám og í sjó við náttúrulegar aðstæður og innihaldi mun minna af næringarefnum, svo sem Omega-3.

Betri kostur: Villtur lax.

Hefðbundin epli

Mark Kastel er meðstjórnandi Cornucopia Institute sem vinnur að rannsóknum á sviði matvælaframleiðslu og styður lífrænan búskap. Hann segir epli innihalda lítil mótefni gegn meindýrum og því séu þau úðuð í mun meira mæli en aðrir ávextir. Matvælaiðnaðurinn gefi þau skilaboð að efnin séu hættulaus en rannsóknir bendi til annars og tengja þau meðal annars aukinni tíðni krabbameins.

Betri kostur: Lífrænt ræktuð epli.

Hefðbundnar kartöflur draga í sig skordýraeitur.
Hefðbundnar kartöflur draga í sig skordýraeitur.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Þegar lífið var „fullkomið“

07:15 „Ég var áður fyrr ein af þessum brjálæðislega flottu húsmæðrum sem sá um að ekkert væri óhreint á heimili mínu fyrir jólin… silfrið var pússað, gluggar þvegnir og Guð forðaði mér iðulega frá því að skáparnir, ísskápurinn og ofninn urðu ekki út undan í þessari árlegu hreingerningu.“ Meira »

Heimsins flottasta hönnunarteiti

Í gær, 23:28 Það var glatt á hjalla á Skólavörðustígnum þegar Geysir svipti hulunni af glænýrri verslun sem sérhæfir sig í heimilisvöru. Geysir heima á Skólavörðustíg er svo sannarlega verslun fyrir fagurkera. Meira »

Þráir að komast á hundasleða

Í gær, 20:28 Þorbjörn Sigurbjörnsson, kennari og þriggja barna faðir í Kópavogi, ákvað að venja sig á að segja alltaf já, ekki nei, þegar hann var beðinn um eitthvað. Meira »

Pólitísk plott og átök

Í gær, 17:28 Það var glatt á hjalla þegar Björn Jón Bragason fagnaði útkomu bókar sinnar, Í liði forsætisráðherrans eða ekki? í Máli og menningu á Laugavegi. Bókin fjallar um pólitísk plott og hvað gerist að tjaldabaki í íslenskum stjórnmálum og viðskiptalífi frá aldamótum. Meira »

Svona bjó Meghan þegar hún kynntist Harry

Í gær, 14:28 Áður en að Meghan Markle flutti í lítið hús við Kensington-höll bjó hún í leiguhúsnæði í Toronto. Húsið er kannski ekki mjög stórt en þó feiki nógu stórt fyrir þau Meghan, hundana hennar og Harry þegar hann kíkti í heimsókn. Meira »

Í 140 þúsund króna sokkum

Í gær, 11:28 Sokkar eru ekki bara sokkar, Gucci-sokkarnir sem söngkonan Rihanna klæddist á dögunum kosta meira en ársbirgðir af sokkum.   Meira »

Arnar Gauti verður listrænn stjórnandi

Í gær, 09:33 Arnar Gauti Sverrisson hefur verið ráðinn listrænn stjórnandi heimilissýningarinnar Lifandi heimili og hönnun sem fram fer í Laugardalshöll 1.-3. júní 2018. Sýningin var haldin í fyrsta skipti í fyrra undir nafninu Amazing home show en breyttu nafni fylgja breyttar áherslur. Meira »

Þetta er Pantone litur 2018

Í gær, 10:01 Hönnunarþyrstir einstaklingar eru yfirleitt í stuði á þessum árstíma þegar nýr Pantone litur er kynntur. Litur ársins 2018 er Ultra Violet eða Útfjólublár og ber litaheitið PANTONE 18-3838. Meira »

Framhjáhaldið hófst í hádegismatnum

í gær „Hann sótti mig og við keyrðum á sveitahótel þar sem við borðuðum yndislega máltíð. Hann fór frá borðinu og bókaði herbergi. Við vissum bæði hvað við vildum.“ Meira »

Guðni Már skilinn

í fyrradag Guðni Már Henningsson útvarpsmaður á Rás 2 er skilinn við Mariu Ylfu Lebedeva sem er ljósmyndari. Eiríkur Jónsson greinir frá þessu. Meira »

Stella ofursvöl í Spaksmannsspjörum

í fyrradag Stella Blómkvist hefur slegið í gegn í Sjónvarpi Símans Premium en hún fer með hlutverk lögfræðings sem blandast inn í æsispennandi mál. Leikkonan Heiða Reed, sem leikið hefur í þáttunum Poldark, leikur Stellu. Meira »

Viltu skarta þínu fegursta um jólin?

í fyrradag Þegar einn annasamasti tími ársins er á næsta leiti hættir okkur til að gleyma gleðinni í amstri dagsins. Auk daglegra verka eru flest okkar í óðaönn að skipuleggja hátíðina, skreyta húsið að utan og innan, undirbúa að pakkarnir verði á sínum stað. Meira »

Fimm merki um að rassinn sé of aumur

í fyrradag Það er ekki nóg að gera bara magaæfingar þar sem það skiptir líka máli að hafa sterka rassvöðva. Þú færð ekki bara kúlurass af því að gera rassæfingar heldur getur líkamsstaðan líka batnað. Meira »

Nýtt útlit fyrir 6.000 kr.

í fyrradag Eftir langt tímabil hvítra veggja eru litaðir veggir að verða móðins á ný. Fyrir um fimm árum fór að bera á gráum tónum og að heilu íbúðirnar væru málaðar í sama lit, bæði veggir og loft. Síðan tók blái liturinn við en nú er grænn að verða vinsælli. Meira »

Líkamstjáning sem margborgar sig

9.12. Til þess að koma vel fyrir getur ekki bara borgað sig að halda augnsambandi og heilsa fólki af öryggi þar sem það er líka ráðlagt að spegla hreyfingar fólks, þó ekki á kjánalegan hátt. Meira »

Rassaæfing Adriönu Lima

9.12. Adriana Lima sýndi það á tískusýningu Victoria's Secret að hún gleymdi ekki að æfa rassvöðvana. Hér er rassæfing sem Lima gerði þegar hún bjó sig undir tískusýninguna. Meira »

Eftirlætismaskari Lilju Ingva

í fyrradag Lilja Ingvadóttir einkaþjálfari er mikil áhugamanneskja um snyrtivörur en hún segist gjarnan verða eins og krakki í nammibúð þegar hún kíkir í snyrtivöruverslanir. Við fengum að kíkja í snyrtibuddu Lilju og forvitnast um eftirlætis maskarann. Meira »

Christian Louboutin hannaði Stjörnustríðsskó

10.12. Skóhönnuðurinn Christian Louboutin hannaði fjögur skópör í tilefni af frumsýningu Star Wars: The Last Jedi. Skórnir eru hannaðir út frá fjórum kvenpersónum en bera um leið helsta einkenni Louboutin, rauða sólann. Meira »

Með ilmkerti á ólíklegustu stöðum

9.12. Steinunn Jónasdóttir segir að ilmkerti hafi miklu meiri áhrif en fólk geri sér grein fyrir. Þegar hún hannar sín ilmkerti brjótast fram gamlar minningar. Meira »

Andlitsmeðferðir og jólastemning

9.12. Það var stemning á Guinot MC snyrtistofunni á Grensásvegi þegar jólagleði fyrir viðskiptavini var haldin. Á jólagleðinni var ný andlitsmeðferð sýnd en hún heitir Hydra Peeling og vinnur að endurnýjun húðarinnar. Boðið var upp á sanna jólastemningu og léttar veitingar. Meira »
Meira píla