Sex matvæli sem þú ættir ekki að borða

Örbylgjupopp er mjög óhollt.
Örbylgjupopp er mjög óhollt. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Það er vandlifað í þessum heimi þegar matur er annars vegar. Reglulega berast fréttir af nýjum rannsóknum sem varpa vafasömu ljósi á hinar ýmsu tegundir matvæla.

Á vef Health Freedom Alliance eru tilteknar sex tegundir af mat sem teljast óheilsusamlegar og bent á hvernig auðvelt er að skipta þeim út fyrir hollari valkost.

Tómatar í dós

Fredrick Vom Saal, vísindamaður við Háskólann í Missouri, hefur rannsakað hið umdeilda efni BPA (Bisphenol-A). Hann bendir á að niðursuðudósir með tómötum innihaldi BPA  sem talið er tengjast ýmsum kvillum og sjúkdómum svo sem getuleysi, hjartasjúkdómum, sykursýki og offitu.

Betri kostur: Tómatar í glerumbúðum.

Maísfóðraðir-nautgripir

Joel Salatin er meðeigandi Polyface Farms og hefur skrifað fjölda bóka um sjálfbæran búskap. Hann segir náttúrulega lífshætti nautgripa meðal annars fela í sér að þeir éti gras, ekki maís. Víða um heim ali bændur nautgripi sína þó á maís til að ná fram meiri þyngd á skemmri tíma og við það tapi kjötið miklu af næringargildi sínu.

Betri kostur: Kjöt af nautgripum sem fóðraðir eru á grasi.

Örbylgjupopp

Olga Naidenko er vísindamaður á sviði umhverfismála. Hún segir umbúðir örbylgjupopps innihalda óæskileg efni á borð við PFOA sem leysist úr læðingi og blandist innihaldinu þegar poppað er. Efnin hafi verið tengd við ýmis heilsufarsleg vandamál, svo sem getuleysi og krabbamein.

Betri kostur: Poppað í potti upp á gamla mátann.

Hefðbundnar kartöflur

Jeffrey Moyer er stjórnarformaður National Organic Standards Board. Hann bendir á að kartöflur sem víða um heim eru ræktaðar á hefðbundinn hátt á stórum kartöfluökrum dragi í sig skordýraeitur og önnur efni efni sem notuð eru á plöntur, ávexti og grænmeti til að halda skordýrum í góðri fjarlægð. Eiturefnin skili sér út í mannslíkamann við neyslu.

Betri kostur: Lífrænt ræktaðar kartöflur.

Eldislax

David Carpenter stýrir umhverfis- og heilsustofnun háskólans í Albany og birti nýverið stóra rannsókn á mengun í fiski í tímaritinu Science. Hann segir náttúruna ekki hafa ætlað laxinum að alast upp í þröngum fiskeldiskerum þar sem hann er bólusettur fyrir lús og ýmsum öðrum sjúkdómum og alinn upp á sojapróteini. Fyrir vikið sé eldislax mun feitari en lax sem elst upp í ám og í sjó við náttúrulegar aðstæður og innihaldi mun minna af næringarefnum, svo sem Omega-3.

Betri kostur: Villtur lax.

Hefðbundin epli

Mark Kastel er meðstjórnandi Cornucopia Institute sem vinnur að rannsóknum á sviði matvælaframleiðslu og styður lífrænan búskap. Hann segir epli innihalda lítil mótefni gegn meindýrum og því séu þau úðuð í mun meira mæli en aðrir ávextir. Matvælaiðnaðurinn gefi þau skilaboð að efnin séu hættulaus en rannsóknir bendi til annars og tengja þau meðal annars aukinni tíðni krabbameins.

Betri kostur: Lífrænt ræktuð epli.

Hefðbundnar kartöflur draga í sig skordýraeitur.
Hefðbundnar kartöflur draga í sig skordýraeitur.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Forðast það sem fitar og skaðar

15:00 „Það er viturlegt að forðast eða útiloka alveg þá gerð sem skaðar, myndar bólgur og fitar okkur því þannig líður okkur einfaldlega betur. Ég tel einnig að þegar við erum í líkamlegu og andlegu jafnvægi þá leiðum við eitthvað gott af okkur sem þjónar okkur öllum.“ Meira »

Stjörnuspekingur gefur grenningarráð

12:00 Ertu alltaf í átaki og er ekkert að virka? Getur ástæðan verið sú að þú ert ekki að beita réttu aðferðunum. Mismunandi aðferðir henta mismunandi fólki. Meira »

Mættu í sinu fínasta pússi

09:00 Það var gleði og góð stemning í Bíó Paradís þegar íslenska kvikmyndin Sumarbörn var frumsýnd. Myndin fjallar um systkini sem send eru á vistheimili því foreldrarnir geta ekki hugsað um þau. Meira »

Myndi taka Obama með sér sem leynigest

06:00 Rósa Björk Brynjólfsdóttir þingmaður VG veit fátt betra en að vera með manninum sínum og börnum þegar hún er ekki að vinna. Í viðtali við Smartland segist hún vera ánægð með lífið eins og það er. Meira »

Ekkert kynlíf í 18 mánuði

Í gær, 23:59 „Ég og konan mín höfum ekki stundað kynlíf í 18 mánuði eða síðan eftir að hún átti seinna barn okkar í erfiðri fæðingu þar sem hún þurfti að gangast í gegnum minni háttar aðgerð.“ Meira »

Ætlaði að verða dýralæknir

Í gær, 21:00 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar segir að líf hennar myndi aldrei ganga upp nema af því hún er svo vel gift. Þegar hún er ekki að vinna finnst henni best að vera með fjölskyldunni. Meira »

Nýtt útlit hertogaynjunnar vekur lukku

Í gær, 18:00 Katrín hertogaynja er aftur komin á stjá eftir mikla inniveru. Það geislaði af henni á Paddington-lestarstöðinni í Lundúnum í bleikum kjól með nýja hágreiðslu. Meira »

Ellý flutti inn til 21 árs sonar síns

Í gær, 18:26 Fjölmiðlakona Ellý Ármannsdóttir var einlæg og heiðarleg á fjölsóttu húsnæðisþingi í dag. Hún sagði frá því þegar hún missti húsið sitt, skildi og þurfti að flytja inn á son sinn. Meira »

Vel heppnað heimili við Ægisíðu

í gær Við Ægisíðu í Reykjavík er falleg íbúð á góðum stað. Búið er að skipta um eldhús og fær bæsuð eik að njóta sín.   Meira »

Flutti til Danmerkur og lærði að vefa

í gær Ida María Brynjarsdóttir stundar nám við Skals højskolen for design og håndarbejde í Danmörku. Hún elskar handavinnu og hefur unum af því að gera fallegt í kringum sig. Sjálf er Ida 20 ára stúlka sem er alin upp í Borgarfirðinum. Meira »

Svöl 74 fm íbúð í Kópavogi

í gær Við Þinghólsbraut í Kópavogi er falleg 74 fm íbúð þar sem hver fermertri er nýttur til fulls. Gráir og hvítir tónar mætast á sjarmerandi hátt. Meira »

Hugguleg heimaskrifstofa í Holtunum

í gær Júlía Runólfsdóttir, grafískur hönnuður og annar stofnandi Studio Holt, hefur komið sér vel fyrir í huggulegri íbúð í Reykjavík. Meira »

Förðunarmistök sem skal varast

í fyrradag Það vill enginn fá bólur af vegna förðunarburstanir eru ekki þrifnir eða líta út eins og trúður af því að kinnaliturinn er settur á á rangan hátt. Meira »

Kvöldrútína farsælla kvenna

í fyrradag Á meðan Ellen DeGeneres og Jennifer Aniston hugleiða fyrir svefninn þá fer Gwyenth Paltrow í heitt bað. Kvöldrútínan skiptir ekki síður máli en morgunrútínan. Meira »

„Bara ég og strákarnir“

15.10. Melania Trump hefði getað sungið þessi orð Emmsjé Gauta er hún klæddist jakkafötum rétt eins og eiginmaður sinn og forsætisráðherra Kanada gerðu þegar Trudeau-hjónin heimsóttu Hvíta húsið. Meira »

Er síminn ómissandi á klósettinu?

15.10. Fólk ætti að hugsa sig tvisvar um áður en það fer að skrolla í gegnum Facebook á klósettinu. Síminn er sérstaklega góð sýklaferja. Meira »

Ástæður fyrir því að konur blotna ekki

í fyrradag Hormónar, sápur, stress og lélegur bólfélagi geta allt átt sinn þátt í því að konur blotna ekki í kynlífi.   Meira »

Vandað og fallegt heimili

15.10. Litapallettan er heillandi á þessu fallega heimili sem staðsett er í Suður-Afríku. Fyrirtækið ARRCC sá um innanhússhönnun heimilisins og er djarft litaval og fjölbreyttur efniviður áberandi á heimilinu. Húsið sjálft var hannað af Zuckerman Sachs-arkitektastofunni. Meira »

„Guðbjörg Edda er mín fyrirmynd“

15.10. Kolbrún Hrafnkelsdóttir forstjóri Florealis er farin að hlakka til jólanna. Í samtali við Smartland segir hún frá ferlinum, vinnuumhverfinu, vonum og væntingum. Kolbrún fór úr því að þróa bóluefni gegn kókaíni svo dæmi sé tekið yfir í að þróa og framleiða jurtalyf. Meira »

8 ástæður fyrir því að taka sér persónulegan dag

14.10. Fólk tekur sér veikindadaga þegar það er með háan hita eða gubbubest. Stundum getur verið nauðsynlegt að taka veikindadag vegna andlegrar líðanar. Meira »