Sex matvæli sem þú ættir ekki að borða

Örbylgjupopp er mjög óhollt.
Örbylgjupopp er mjög óhollt. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Það er vandlifað í þessum heimi þegar matur er annars vegar. Reglulega berast fréttir af nýjum rannsóknum sem varpa vafasömu ljósi á hinar ýmsu tegundir matvæla.

Á vef Health Freedom Alliance eru tilteknar sex tegundir af mat sem teljast óheilsusamlegar og bent á hvernig auðvelt er að skipta þeim út fyrir hollari valkost.

Tómatar í dós

Fredrick Vom Saal, vísindamaður við Háskólann í Missouri, hefur rannsakað hið umdeilda efni BPA (Bisphenol-A). Hann bendir á að niðursuðudósir með tómötum innihaldi BPA  sem talið er tengjast ýmsum kvillum og sjúkdómum svo sem getuleysi, hjartasjúkdómum, sykursýki og offitu.

Betri kostur: Tómatar í glerumbúðum.

Maísfóðraðir-nautgripir

Joel Salatin er meðeigandi Polyface Farms og hefur skrifað fjölda bóka um sjálfbæran búskap. Hann segir náttúrulega lífshætti nautgripa meðal annars fela í sér að þeir éti gras, ekki maís. Víða um heim ali bændur nautgripi sína þó á maís til að ná fram meiri þyngd á skemmri tíma og við það tapi kjötið miklu af næringargildi sínu.

Betri kostur: Kjöt af nautgripum sem fóðraðir eru á grasi.

Örbylgjupopp

Olga Naidenko er vísindamaður á sviði umhverfismála. Hún segir umbúðir örbylgjupopps innihalda óæskileg efni á borð við PFOA sem leysist úr læðingi og blandist innihaldinu þegar poppað er. Efnin hafi verið tengd við ýmis heilsufarsleg vandamál, svo sem getuleysi og krabbamein.

Betri kostur: Poppað í potti upp á gamla mátann.

Hefðbundnar kartöflur

Jeffrey Moyer er stjórnarformaður National Organic Standards Board. Hann bendir á að kartöflur sem víða um heim eru ræktaðar á hefðbundinn hátt á stórum kartöfluökrum dragi í sig skordýraeitur og önnur efni efni sem notuð eru á plöntur, ávexti og grænmeti til að halda skordýrum í góðri fjarlægð. Eiturefnin skili sér út í mannslíkamann við neyslu.

Betri kostur: Lífrænt ræktaðar kartöflur.

Eldislax

David Carpenter stýrir umhverfis- og heilsustofnun háskólans í Albany og birti nýverið stóra rannsókn á mengun í fiski í tímaritinu Science. Hann segir náttúruna ekki hafa ætlað laxinum að alast upp í þröngum fiskeldiskerum þar sem hann er bólusettur fyrir lús og ýmsum öðrum sjúkdómum og alinn upp á sojapróteini. Fyrir vikið sé eldislax mun feitari en lax sem elst upp í ám og í sjó við náttúrulegar aðstæður og innihaldi mun minna af næringarefnum, svo sem Omega-3.

Betri kostur: Villtur lax.

Hefðbundin epli

Mark Kastel er meðstjórnandi Cornucopia Institute sem vinnur að rannsóknum á sviði matvælaframleiðslu og styður lífrænan búskap. Hann segir epli innihalda lítil mótefni gegn meindýrum og því séu þau úðuð í mun meira mæli en aðrir ávextir. Matvælaiðnaðurinn gefi þau skilaboð að efnin séu hættulaus en rannsóknir bendi til annars og tengja þau meðal annars aukinni tíðni krabbameins.

Betri kostur: Lífrænt ræktuð epli.

Hefðbundnar kartöflur draga í sig skordýraeitur.
Hefðbundnar kartöflur draga í sig skordýraeitur.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Þyngdin skiptir ekki máli

18:00 Jógakennarinn Maria Odugba er lífandi sönnun þess að það er ekki samansem merki að vera mjór og að vera í góðu formi. „Ég trúi því að allir eigi að vera heilbrigðir en það þýðir ekki að fólk þarf að vera grannt.“ sagði Odugba. Meira »

Svona þværðu hárið úti í geimnum

15:00 Geimfarinn Karen Nyberg sýnir fólki hvernig hún heldur hári sínu hreinu á meðan hún er í geimnum.   Meira »

Taka rassamyndir í nafni sjálfsástar

12:00 Listakonur frá Montreal í Kanada, Emilie Mercier og Frédérique Marsille, stofnuðu 1001 Fesses, sem þýðir 1001 rass á íslensku. Meira »

Klósettpappír nýtist ekki bara á klósettinu

09:00 Ef þú nennir ekki í ræktina er tilvalið að gera æfingar heima. Skortur á ræktartækjum er engin fyrirstaða þar sem vel má nota klósettpappír við æfingar. Meira »

Draumagarður í sinni tærustu mynd

06:00 Ertu að hugsa um að stækka pallinn eða gera garðinn ógleymanlegan? Garðurinn í kringum þetta meistarastykki ætti svo sannarlega að fá verðlaun, svo flottur er hann. Meira »

Kennir hundunum um litla kynlífslöngun

Í gær, 23:59 „Kynlífslöngun okkar var aldrei á sömu bylgjulengdinni en síðustu fjögur ár hefur hann eiginlega ekki haft neinn áhuga á kynlífi. Hann kennir hundunum um.“ Meira »

Flottir veggir í piparsveinsíbúð

í gær Flottir veggir og skandinavískur stíll einkenna glæsilega piparsveinsíbúð sem nýlega var tekin í gegn.   Meira »

Lyftingar ekki bara fyrir fitness-stjörnur

Í gær, 21:00 Michelle Franklin missti 50 kíló með því að stunda lyftingar og breyta matarræðinu. Franklin sem er 51 árs gömul amma vill sýna fólki að lyftingar eru ekki aðeins fyrir fitness-stjörnur á Instagram. Meira »

Ásdís Rán vekur athygli í Bretlandi

í gær Þyrlupróf Ásdísar Ránar hefur ekki bara ratað í fjölmiðla hérlendis, nýlega birti breska síðan Mail Online umfjöllun um Ásdísi og aðrar konur sem lagt hafa fyrir sig þyrluflug. Meira »

Staðan sem fullnægir konum

í gær Kynlífssérfræðingur hefur látið í ljós bestu kynlífsstöðuna sem lætur konur oftast fá fullnægingu.  Meira »

Ætlaði ekki að vera sjúklingur allt sitt líf

í gær Margrét Sigurðardóttir hefur misst 18 kíló á tæpum fjórum mánuðum án allra öfga. En Margrét sem glímir við vefjagigt og er með hjartasjúkdóm hefur þrisvar sinnum á nokkrum árum þurft að byrja frá grunni að taka sig í gegn. Meira »

Guðdómlegt við Hringbraut

í gær Við Hringbraut 48 stendur fallegt hús en í húsinu er 143 fm íbúð sem byggð var 1937. Steinþór Kára arkitekt hannaði endurbætur á íbúðinni í samráði við eigendur. Meira »

Baldvin Jónsson 70 ára - MYNDIR

í fyrradag Það var glatt á hjalla á Hótel Borg þegar Baldvin Jónsson fagnaði 70 ára afmæli sínu í sól og blíðu síðasta laugardag.   Meira »

Skemmtilegt hlaupaplan Birgittu Lífar

14.8. Birgitta Líf Björnsdóttir, framkvæmdarstjóri Ungfrú Íslands og flugfreyja birti skemmtilegt hlaupaplan sitt og allra stelpnanna í RVK-fit á Trendnet fyrr á dögum. Meira »

Sex snyrtivörur sem má ekki nota daglega

14.8. Tímaritið Women's Health spjallaði við nokkra fagmenn í snyrti- og hárvörubransanum til þess að komast að því hvaða vörur skal forðast að nota daglega. Meira »

Matröðin rættist, hún var ólétt

13.8. „Haustið 2004, þegar ég var í heimavist í háskóla, sat ég ein fyrir framan lækni þar sem að hann hreyfði varir sínar og sagði mér að mín helsta martröð væri að rætast: Ég var ólétt.“ Meira »

100 ára með bestu fegrunarráðin

14.8. Það er ekki hægt að finna mikið reyndari konur þegar það kemur að fegurðarráðum en þær sem hafa náð 100 ára aldri. Þess vegna spurði tímaritið Allure nokkrar hressar konur sem eru yfir 100 ára út í þeirra bestu ráð þegar það kemur að húðumhirðu og förðun. Meira »

Missti 18 kíló til að bjarga vinnufélaga

14.8. Rebekah Ceidro var að skoða Facebook þegar hún sá að vinnufélagi sinn, Chris Moore, hafði birt skilaboð um að hann vantaði nýtt nýra. Meira »

Nokkrar leiðir til að ná árangri í fjármálum

14.8. „Það dugar skammt að gera það sama aftur og aftur ef það hefur ekki skilað árangri fram að þessu. Þetta á einnig við um peningahegðun. Með öðrum orðum: ef núverandi peningahegðun hefur ekki skilað tilætluðum árangri – er kominn tími á breytingar,“ segir Edda Jónsdóttir, leiðtogamarkþjálfi hjá Edda Coaching, í sínum nýjasta pistli: Meira »

Bað kærustunnar á bólakafi

13.8. Eric Martinez skipulagði hið fullkomna bónorð fyrir kærustu sína sem er alveg hugfangin af hafmeyjum.  Meira »