Lífið tók U-beygju eftir árs sykurleysi

Þessi mynd er af heimasíðu Eve O. Schaub sem er …
Þessi mynd er af heimasíðu Eve O. Schaub sem er höfundur bókarinnar.

Höfundur bókarinnar Year of No Sugar: A Memoir, Eve O. Schaub, hætti að borða sykur í heilt ár ásamt fjölskyldu sinni og segir vefsíðu The  Mind Unleashed sögu sína um hvernig sykursnautt líf bætti heilsu fjölskyldunnar til muna.

Eve segir að áður fyrr hafi hana oft skort orku til að komast í gegnum daginn og að miðað við sjónvarpsauglýsingar í Bandaríkjunum sem auglýsa orkudrykki í gríð og erg grunaði hana að hún væri ekki sú eina sem ætti við þann vanda að stríða.

Hún var viss um að allir í fjölskyldunni hennar kviðu fyrir kvef- og flensutímum en þá heyrði hún staðreynd sem átti eftir að breyta lífi hennar. Staðreyndin sneri að áhrifum sykurs á líkamann og heilsu. Samkvæmt nokkrum sérfræðingum er sykur það sem gerir Bandaríkjamenn feita og veika, segir hún.

Þarna áttaði hún sig á staðreyndunum, og segir að einn af hverjum sjö Bandaríkjamönnum af efnaskiptavillu og einn af hverjum þremur þjáist af offitu. Sykursjúkum fer fjölgandi og hjartasjúkdómar eru helsta dánarorsök Bandaríkjamanna.

Samkvæmt þessari kenningu má rekja alla þessa sjúkdóma til eins stærsta eiturvalds í mataræði okkar, sykurs, segir Eve.

Eftir að hafa komist að þessum staðreyndum fékk Eve hugmynd. Hún skyldi láta reyna á það að hún og fjölskylda hennar skyldu ekki neyta sykurs í heilt ár. Eve á með eiginmanni sínum tvö börn sem er sex og ellefu ára.

Fjölskyldan sniðgekk allan sykur, allt frá hunangi, sýrópi, ávaxtasöfum til strásykurs. Þau slepptu einnig vörum með sætuefnum. Ef varan var ekki náttúrulega sæt, eins og í ávöxtum, neytti fjölskyldan ekki vörunnar.

Þegar fjölskyldan byrjaði að kanna hvar finna mætti sykur komust þau að því að finna má sykur í ólíklegustu vörum eins og tortilla pönnukökum, sósum, kjúklingasoði, salatsósum, kexi, majónesi, beikoni, brauði og jafnvel barnamat. Sykurinn er bættur í vörurnar til að láta þær endast lengur og gera matinn enn ódýrari fyrir framleiðendur.

Eve segir að þessi áskorun hafi henni þótt krefjandi en hún var forvitin um hvað myndi breytast, hversu erfitt þetta allt yrði og hvernig innkaupin og eldamennskan myndi breytast. Hún var staðráðin í að eyða sykri úr mataræðinu myndi gera fjölskylduna heilbrigðari. Það sem hún hins vegar bjóst ekki við var hversu mikið betur henni myndi líða við það að sleppa sykri.

Eftir eitt ár án sykurs var breytingin sjáanleg. Fjölskyldan hélt áfram að borða án alls sykurs og þeim leið betur og orkumeiri.

Eve var hins vegar enn efins í fyrstu um hvort að sykur hefði verið sökudólgurinn í heilsuleysi fjölskyldunnar en það var ekki fyrr en á afmælisdegi mannsins hennar sem hún áttaði sig á hversu slæmur sykur er fyrir líkamann.

Á afmælum fjölskyldumeðlima hafði fjölskyldan leyft sér að fá sér smá sykur og á afmælisdegi föðurins í fjölskyldunni fengu þau sér sæta köku. Eve segir kökuna hafa verið dísæta og sætari en vanalega þannig að hún gat ekki klárað hana. Henni varð illt í tönnunum, hún fékk höfuðverk og hjartað hennar fór á fullt.

Eve lá á sófanum í rúman klukkutíma á meðan hún reyndi að jafna sig eftir sykuriátið. Hún hugsaði með sér hvort að sykur hefði alltaf haft svona slæm áhrif á sig en vegna þess að sykur er á svo mörgum stöðum hafi hún ekki fundið fyrir því áður.

Eftir að þessu sykurlausa ári lauk gerði Eve athugun á fjarvist barna sinna í skólann og sá stóran mun á milli ára. Árið sem fjölskyldan borðaði sykur missti elsta dóttir hennar, Greta, 15 daga úr skóla en sykurlausa árið missti hún aðeins tvo daga úr skóla.

Eve segir að nú þegar sykurlausa árinu sé lokið neyti fjölskyldan sykurs við og við en þau hafi hins vegar breytt mataræðinu mjög mikið. Þau neyti sykurs í minni skömmtum og forðast hann í daglegum máltíðum og geyma eftirréttina fyrir sérstaka viðburði.

Eve segir líkamann sinn vera mun betri en áður og hún verði mjög sjaldan orkulaus og þegar fjölskyldan veikist séu þau fljótari að ná sér og verði ekki öll veik í einu. Þau verði minna veik og styttra í einu.

Eve staðfestir að eftir eitt sykurlaust ár líði þeim öllum mikið betur.

Svona lítur bókakápan út.
Svona lítur bókakápan út.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál