Estrógenframleiðsla tengist ofáti

Ljósmynd/Pixabay

Að því er Daily Mail greinir frá eru konur sem hafa óreglulegan tíðahring langtum líklegri til að stunda ofát.

Lágt hlutfall estrógens getur valdið því að konur finni aukna þörf í að borða of mikið en menn binda vonir við að hormónameðferð verði einn daginn lausnin á vandanum.

Ofát er það þegar fólk borðar óvenjustóra skammta af mat á stuttum tíma og herjar ofát á einn af hverjum tíu til einn af hverjum tuttugu og er algengara hjá konum en körlum.

Ný rannsókn sem birt var í tímaritinu Journal of Clinical Investigation og stýrt var af dr. Yong Xu bendir til þess að hormón kvenna eigi stóran þátt í því að konur borði alltaf yfir sig. 

Dr. Yong Xu vinnur sem aðstoðarprófessor á barnadeildinni við Baylor College of Medicine and Texas Children's Hospital í Texas í Bandaríkjunum. Hann telur að estrógenframleiðsla kvenna geti haft eitthvað að segja með ofát.

Hann segir að þegar estrógenframleiðslan sé mikil hjá konum komi það í veg fyrir ofát en ef framleiðslan sé of lítið séu meiri líkur á því að þær stundi ofát.

Ef estrógenframleiðsla kvenna er í ójafnvægi þýðir það að þær hafi ójafnan tíðahring og þess vegna eru þær konur sem eru með óreglulegan tíðahring líklegri til að stunda ofát.

Hins vegar telja læknar vafasamt að auka estrógenframleiðslu kvenna með meðferðum þar sem að hátt magn estrógens hefur verið tengt við brjóstakrabbamein.

Dr. Yong Xu og teymi hans frá Indiana University í Bandaríkjunum framleiddu hins vegar efnasamband sem þeir kölluðu GLP-1 estrógen sem hjálpar konum að haldast í kjörþyngd án þeirra aukaverkana að aukið estrógen hafi áhrif á brjóstavefinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál