Borðaði tíu banana í morgunmat á meðgöngunni

Loni Jane borðar gjarnan svokallaðar mono-máltíðir. Hérna til vinstri er …
Loni Jane borðar gjarnan svokallaðar mono-máltíðir. Hérna til vinstri er mynd sem Loni birti á Instagarm 12 dögum eftir að hún átti sitt fyrsta barn. Instagram

Ástralska móðirin og Instagram-stjarnan Loni Jane er umdeild og hefur hlotið mikla gagnrýni fyrir mataræði sitt en hún fylgir mataræði sem kallast 80:10:10. Því mataræði fylgdi hún þegar hún gekk með sitt fyrsta barn.

Loni Jane eignaðist son þann 2. mars á þessu ári. Drengurinn fékk nafnið Rowdy, hann vó 3,9 kíló þegar hann fæddist.

Loni Jane hlaut mikla gagnrýni þegar hún gekk með Rowdy og sögðu sumir hana hætta lífi barns síns með því að borða einhæfan mat.

En hvað snýst 80:10:10 mataræðið um?

80:10:10 mataræðið er vegan-mataræði sem byggist að mestu leyti á ávöxtum og fersku grænmeti. 80:10:10 mataræðið samanstendur sem sagt af 80% ávöxtum og grænmeti, 10% hollri fitu og hin 10% eru prótein. Mataræðið er fitulítið og hráefnin innihalda oft fáar kaloríur þannig að þeir sem fylgja því neyðast til að borða mikið magn matar á hverjum degi. Loni Jane fær sér til að mynda gjarnan tíu banana í morgunmat eða tvo heila ananasa. Slíkar máltíðir, sem samanstanda aðeins af t.d. einni tegund ávaxtar, kallast mono-máltíðir.

Loni hefur alltaf sætt gagnrýni fyrir mataræði sitt en gagnrýnisraddirnar urðu háværari þegar hún var ólétt. Loni var þó óhrædd við að verja sig og ákvörðun sína. „Fólk dæmir mig og heldur að ég sé klikkuð. Fólk lokar á mig vegna þess að ég er ekki í þessum félagsskap sem drekkur áfengi og kaffi. Því líður vel þegar það borðar ruslfæði og vill örugglega ekki vera í kringum manneskju sem lætur þau fá samviskubit,“ sagði Loni í viðtali við Yahoo Shine fyrr á þessu ári.

Breytti örlítið til á meðgöngunni

Loni kveðst þá hafa breytt örlítið til á seinustu mánuðum meðgöngunnar. „Ég fékk mér það sem ég taldi líkamann þarfnast, ég borðaði t.d. meira af hollri fitu og fékk mér stundum eldaðan mat.“

Eftir að Rowdy kom í heiminn og í ljós kom að hann var heilbrigður og hress lækkaði í gagnrýnisröddunum til muna að sögn Loni.

Flestir næringarfræðingar og læknar mæla þó ekki með 80:10:10 mataræðinu. „Ávextir eru frábærir en þeir eru ekki að fara að veita alla þá næringu sem þú þarfnast. Og ef þú ert ólétt? Ófætt barn þarf að fá ákveðnar fitusýrur og prótein til að vaxa og dafna, 80:10:10 mataræðið nægir ekki til að sjá barninu fyrir því sem það þarfnast,“ segir læknirinn Elizabeth Boham.

Suma daga borðar Loni Jane bara vatnsmelónu.
Suma daga borðar Loni Jane bara vatnsmelónu. Instagram
Morgunmatur Loni Jane.
Morgunmatur Loni Jane. Instagram
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál