Er spinningtíminn að gera þig heyrnalausa?

Hávær tónlist er notuð til að halda uppi stuðinu í …
Hávær tónlist er notuð til að halda uppi stuðinu í spinningtímum. AFP

Það kannast flestir sem sótt hafa líkamsræktartíma við að tónlistin sem heldur uppi fjörinu í slíkum tímum er oft mjög hávær. En hversu hávær nákvæmlega?

Nýleg rannsókn hefur leitt í ljós að hávaðinn í líkamsræktartímum getur verið nánast jafn mikill og í þotuhreyfil. Rannsóknin var unnin af sérfræðingum sem starfa við hljómburðarrannsóknarstöðina í Ástralíu.

Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu í ljós að tónlistin í t.d. spinningtímum nær oft 94 desíbelum á meðan hávaðinn úr þotuhreyfli er um 100 desíbel. Til samanburðar er hávaðinn frá mótorhjóli um 80 desíbel á meðan hávaðinn frá venjulegu samtali er um 60 desíbel.

Kona að nafni Donna Cameron heyrir illa en hún kennir m.a. líkamsræktartímum um slæma heyrn. Hún hefur ótal sinnum beðið þjálfara um að lækka tónlistina í líkamsræktartímum. „Þetta er ekki bara vandamál á líkamsræktarstöðvum heldur líka á kaffihúsum og skemmtistöðum,“ sagði Cameron í viðtali sem birtist í ástralska DailyMail. Cameron, sem er 50 ára, telur heyrnina hafa versnað mikið eftir að hún fór að stunda spinning.

Ástralski læknirinn Janette Thorburn mælir með að fólk leiði hugann að þessu. „Ef fólk er innan um mikinn hávaða í t.d. klukkutíma, fjórum sinnum í viku þá mun sá hávaði hafa slæm áhrif á heyrnina.“

Margir bregða á það ráð að nota eyrnatappa á skemmtistöðum.
Margir bregða á það ráð að nota eyrnatappa á skemmtistöðum.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál