Kemur á óvart hversu þétt þarf að ýta á brjóstið

Vigdís Hrönn Viggósdóttir.
Vigdís Hrönn Viggósdóttir.

„Viðskiptavinir mínir eru flestar konur sem greinst hafa með brjóstakrabbamein og hafa því þurft að fara í brjóstnám, fleygskurð eða uppbyggingu á brjósti,“ segir hjúkrunarfræðingurinn Vigdís Hrönn Viggósdóttir sem starfar hjá Eirbergi heilsu á Stórhöfða.

Vigdís sérhæfir sig í að aðstoða þær konur sem greinst hafa með krabbamein og hafa farið í brjóstaaðgerðir. „Við bjóðum upp á ýmsar útfærslur af gervibrjóstum og gervibrjóstafleygum auk brjóstahaldara og sundfatnaðar þar sem er hægt að setja gervibrjóst í brjóstvasa,“ útskýrir Vigdís sem aðstoðar konur við val á tegund og stærð brjósta og brjóstahaldara.

Vigdís segir mikilvægt fyrir konur sem hafa farið í aðgerðir vegna brjóstakrabbameins að geta fengið góð undirföt sem henta þeim sem nota gervibrjóst.

Gátu skoðað sérstakt gervibrjóst með hnútum

„Þar sem Eirberg heilsa býður upp á þjónustu fyrir konur sem greinst hafa með brjóstakrabbamein fannst okkur við hæfi að taka virkan þátt í bleikum október. Bæði vildum við taka þátt í að vekja fólk til umhugsunar um krabbamein hjá konum og sömuleiðis styðja við fjáröflun Krabbameinsfélagsins. Hinn 14. október hélt Eirberg kvennakvöld og þá gátu konur komið og skoðað þar til gert æfinga-þreifibrjóst með hnútum. Það kom mörgum á óvart hversu þétt þarf að ýta á brjóstið til að greina hnúta sem liggja djúpt.“

Æfingar-þreifibrjóstið kemur frá gervibrjóstaframleiðanda. Það er gert úr sílikoni en í því eru nokkrir hnútar í mismunandi stærðum að sögn Vigdísar. „Þeir sem koma í verslunina til okkar geta fengið að prófa að þreifa og auk þess erum við með bæklinga frá Krabbameinsfélaginu um hvernig á að leita eftir hnútum í brjóstum,“ segir Vigdís og bendir fólki á að allur ágóði af sölu bleikra JAM-bluetooth-hátalara, bleikra Brix-brúsa og bleikra nestisboxa rennur til fjáröflunarátaks Krabbameinsfélagsins í október. Vörurnar eru fáanlegar í vefverslun krabbameinsfélagsins (www.krabb.is) og í verslunum Eirbergs Stórhöfða og Kringlunni.

Allur ágóði af sölu bleikra JAM hátalara rennur til fjáröflunarátaks …
Allur ágóði af sölu bleikra JAM hátalara rennur til fjáröflunarátaks Krabbameinsfélagsins í október.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál