„Þetta byrjaði bara á því að ég vildi grennast um nokkur kíló“

Á heimasíðu Blæs má finna einlægt viðtal við Ídu Pálsdóttur.
Á heimasíðu Blæs má finna einlægt viðtal við Ídu Pálsdóttur. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Í nýrri grein sem birtist í Blæ segir Ída Pálsdóttir, 21 árs nemi við Háskóla Íslands, frá því hvernig hún glímdi við búlemíu og anorexíu á unglingsárunum. Ídu líður betur í dag að eigin sögn en hún segir bataferlið hafa verið erfitt.

Ída kveðst hafa fundið fyrir breytingum á sjálfri sér þegar hún byrjaði í menntaskóla.  „Ég get ekki sagt nákvæmlega hvað það var en allt í einu byrjaði ég að vera mjög ólík sjálfri mér. Ég upplifði mikla depurð og leið alls ekki vel. Á sama tíma fór ég að spá mikið í líkamanum á mér. Ég varð rosalega upptekin af því að grennast sem er mjög skrítið því ég hef alltaf verið grannvaxin. Þetta byrjaði bara á því að ég vildi grennast um nokkur kíló en smám saman varð markmiðið alltaf stærra,“ útskýrir Ída í viðtalinu.

Fór að leita í djammið

Ída segir heilsunni hafa hrakað hratt og að fljótlega hafi hún átt erfitt með að mæta í skólann. „Ég held að þetta hafi bara verið blanda af svo mörgu en þegar ég lít til baka á ég mjög erfitt með að átta mig á upptökunum. Það er kannski líka málið, það er ekki endilega alltaf einhver ein ástæða.“

„Ég hafði aldrei djammað mikið en á þessum tíma fór ég að leita í það til þess að hverfa frá vandamálunum mínum. Þá var ég yfirleitt að drekka á alveg tóman maga sem fór auðvitað beint upp í haus og endaði yfirleitt ekki vel. Ég fór að loka mig alveg af, missti samband við marga góða vini mína og var eiginlega alltaf sofandi.“

Ári seinna hafi Ída safnað kjarki til að biðja um hjálp. „Ég fann svo að ég vildi byrja að lifa lífinu mínu aftur. Ég vildi vera einhvers staðar annars staðar en ælandi inni í herberginu mínu.“

Viðtalið má lesa í heild sinni á heimasíðu Blæs.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál