Þegar átröskun verður lífsstíll

Eva Hauksdóttir höfundur greinarinnar.
Eva Hauksdóttir höfundur greinarinnar.

„Þegar ég var unglingur hafði fullorðna fólkið áhyggjur af „eiturlyfjadjöflinum“, hraðakstri og ótímabærum barneignum. Þetta voru svona um það bil þær aðferðir sem mín kynslóð notaði til þess að fara sér að voða. Ég var komin yfir tvítugt þegar ég hitti í fyrsta sinn manneskju sem var haldin alvarlegri átröskun. Í dag er átröskun eitt af stærstu heilbrigðisvandamálum ungra kvenna og nánast hægt að tala um lystarstol sem „tískusjúkdóm.“  Það er kannski léttúðugt að tala um tísku þegar um banvæna sjúkdóma er að ræða en átröskun er áunninn geðsjúkdómur, megrunaraðferðir fylgja tísku eins og allt annað og afstaða félagahópsins er stór áhættuþáttur. Það er því full ástæða til að vera vakandi fyrir þeirri staðreynd að skaðleg hegðun getur verið smitandi og hópar unglinga eiga það til að upphefja hana sem eitthvað göfugt eða flott,“ segir Eva Hauksdóttir í sínum nýjasta pistli á Kvennablaðinu.

Pro-Ana og Pro-Mia samfélög

Ekki viðurkenna allir átröskun sem sjúkdóm eða vandamál. Til er fjöldi netsamfélaga sem kalla sig „Pro-Ana“ og kynna anorexíu og aðra átröskun sem „lífsstíl“. Meirihluti notenda eru stúlkur á aldrinum 13-20 ára sem eiga það sameiginlegt að vilja fá frið til þess að grennast hvort sem þær hafa gott af því eður ei. Annað afbrigði er „Pro-Mia“ en Mia-stúlkur eru haldnar lotugræðgi (bulemiu). Það þykir þó greinilega flottara að vera Ana og má skilja á umræðum að stúlkurnar tengi lotugræðgi við stjórnleysi en líti á svelti sem merki um sjálfsaga.

Oft gætir þversagna í kynningartexta þessara vefsetra. Kynningin hefst þá á yfirlýsingu um að átröskun sé hættuleg og að efni sem er að finna á síðunni geti ýtt undir skaðlega hegðun. Um leið er svo banvæn megrun lofsungin og notendur hvattir til þess að gera Pro-Ana lífsstílinn að þungamiðju tilveru sinnar. Stundum er „Ana“ jafnvel persónugerð eins og goðmagn, miskunnarlaus gyðja, sem notendum beri að dýrka og þóknast.

Áhrifaríkasta megrunaraðferðin sem kynnt er til sögunnar er sú að svelta sig og lífsstíll „Ana-stúlknanna“ gengur út á að finna og kynna aðferðir til þess að takast á við hungurverki án þess að borða, kasta upp með sem minnstri fyrirhöfn, og fela ástand sitt fyrir pabba og mömmu.

Á þessum síðum eru oft spjallborð þar sem notendur deila reynslu sinni og veita hver öðrum andlegan stuðning. Stúlkurnar hugga hver aðra þegar einhverri þeirra hefur orðið það á að borða, hvetja þá seku til að kasta upp, leggja til refsingar og gefa önnur „góð ráð“.

HÉR er hægt að lesa greinina í heild sinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál