Hvað segja vísindamenn um fimm sek­úndna regl­una?

Hefur þú borðað flögur upp af gólfinu?
Hefur þú borðað flögur upp af gólfinu? Jim Smart

Fimm sek­úndna regl­an er einhver tilbúin regla sem fólk notar gjarnan þegar það missir mat á gólfið en er ekki tilbúið  að henda honum. Þetta þýðir að ef fólk nær að taka matinn upp af gólfinu innan fimm sekúndna er óhætt að borða hann. En hvað segja vísindamenn, er eitthvað að marka þessa reglu?

Niðurstöður nýrrar rannsóknar sem kynntar voru í læknatímaritinu Journal of Applied Microbiology gefa til kynna að fimm sek­úndna regl­an standist ekki, því miður.

Vísindamennirnir á bakvið rannsóknina segja engan öruggan tímaramma gilda um hvenær má borða mat sem dottið hefur í gólfið. Vísindamennirnir vilja þá benda á að salmonella og aðrar bakteríur geta lifað á gólfinu og á öðru yfirborði í allt að fjórar vikur, þessir sýklar geta þá auðveldlega smitast samstundis yfir á mat sem snertir yfirborðið sem um ræðir. „Þetta þýðir að sýklar geta verið að sniglast um á gólfinu í heilan mánuð og beðið eftir að einhver missi matinn sinn,“ eins og blaðamaður Shape orðar það.

Vísindamennirnir komust þó að því að sýklar eiga erfiðara með að líma sig við sum matvæli, svo sem þau sem eru þurr eins og kex og flögur.

Það borgar sig að skúra reglulega því sýklar geta lifað …
Það borgar sig að skúra reglulega því sýklar geta lifað í allt að mánuð á eldhúsgólfinu. mbl.is/Golli
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál