Plastagnir finnast í venjulegri matvöru

Það er enn ekki ljóst hversu mikil hætta stafar af …
Það er enn ekki ljóst hversu mikil hætta stafar af því að innbyrða þessar agnir með matnum en rannsóknir sýna að plastið skilar sér ekki alltaf út í gegnum meltinguna. Rétt er að taka fram að sömu rannsóknir hafa ekki verið gerðar á íslenskri matvöru. mbl.is/Guðmundur Rúnar Guðmundsson

Þú hefur eflaust ekki tekið eftir því en það er plast í hunanginu þínu.  Örsmáar plastagnir sem sjást ekki með beru auga (mikroplast). 

Þetta kemur fram í rannsókn sem sjónvarpsþátturinn Madmagasinet á DR lét gera í samvinnu við Amsterdam-háskóla. 

Í rannsókninni fundust þessar plastagnir í fjórum gerðum af bjór, tveimur tegundum af vatni á flösku og þremur gerðum af hunangi er skrifað á fréttavef DR

Mest var af plastinu í hunangi af gerðinni Budget. Í því fundust 2.660 plastagnir í einu kílói. Minnsta plastið var í vatni á flösku en þar fundust tvær til sex agnir í hverri flösku. 

Plastið kemur úr fötum

Merkilegt nokk berst plastið í matvöruna í gegnum fataþvott. Þvottavatnið berst svo út í frárennsli sem er hreinsað og endurunnið svo að hægt sé að nota það aftur en plastagnir þessar eru of litlar til að hægt sé að greina þær og fjarlægja í þessu ferli. 

Hvernig plastið berst svo aftur í matvöru er rannsókn sem bíður vísindamannanna en að sögn hinnar hollensku Heather Leslie, sem leiðir rannsóknina, getur plastið borist í matvöruna eftir margskonar leiðum. 

„Bæði getur plastið verið í umbúðunum utan um matvöruna eða það berst með flutningsleiðum. Það getur komið bæði innan og utan frá og jafnvel borist með loftinu,“ segir Leslie í samtali við DR. 

Óljósar afleiðingar

Það er enn ekki ljóst hversu mikil hætta stafar af því að innbyrða þessar agnir með matnum en rannsóknir sýna að plastið skilar sér ekki alltaf út í gegnum meltinguna. 

„Stærsta áhyggjuefni okkar núna eru þessar örsmáu agnir sem geta borist í gegnum smáþarmana og út í líkamann þar sem þær gætu haft hættuleg áhrif á frumur eða myndað sýkingarhættu.“

Kristian Syberg sem starfar við rannsóknir á eiturefnafræðum við Roskilde Universitet segir að vandinn líti út fyrir að vera talsvert umfangsmikill. 

„Og þar til við fáum greint hversu umfangsmikill hann er þá er rétt að hafa áhyggjur af þessu.“

Mest var af plastinu í hunangi en minnst í víni og bjór. Plastagnir fundust þó bæði í Carlsberg og Tuborg og Chardonnay-víni frá Kaliforníu svo eitthvað sé nefnt. 

Kristian Syberg sem starfar við rannsóknir á eiturefnafræðum við Roskilde …
Kristian Syberg sem starfar við rannsóknir á eiturefnafræðum við Roskilde Universitet segir að vandinn líti út fyrir að vera talsvert umfangsmikill. mbl.is/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál