Sukkaði ekkert um helgina

Unnur Elva Arnardóttir.
Unnur Elva Arnardóttir. mbl.is/Árni Sæberg

Unnur Elva Arnardóttir hefur alltaf átt erfitt með að borða ekki einhverja óhollustu um helgar. Hún komst í gegnum fyrstu helgina í heilsuferðalaginu með glans.

„Nú er fyrsta vikan að baki og þar af fyrsta helgin sem mér kveið mikið fyrir. Málið hjá mér að ég er mjög góð að halda mér í góðu aðhaldi alla virka daga en svo koma helgarnar. Ég virðist alltaf ná að sannfæra sjálfa mig um hvað ég var rosalega duglega að nú megi ég sukka, og það hef ég gert „all inn“.

Viti menn nú stóð ég mig eins og hetja, fór í Víði og keypti helling af margvíslegum ávöxtum. Ég held að ég hafi aldrei séð jafn mikið og margar tegundir á einum stað, það mætti halda að stæðasta Cargo vél Icelandair hafi verið að afferma inn í verslunina á laugardeginum þegar ég mætti. Laugardagskvöldið var sem sagt bakki af fallegum ávöxtum og vatn með, ekki gott rauðvín, gormet nammi og snakk,“ segir Unnur Elva í sínum nýjasta pistli.    

Fyrstu vikuna gekk vel að taka út ákveðnar fæðutegundir og minnka matarskammtana, borða fimm sinnum á dag og mæta í leikfimina.

„Ég er sko alveg búin að komast að því að það er ekki nóg að vera bara í þokkalega hollu mataræði og hreyfa sig ekki neitt, eða öfugt. Þetta tvennt verður að fylgjast að ef maður ætlar sér að vera í þokkalegu formi, þetta er í raun lífstíll sem við verðum að aðlagast.

Nú hefst vika tvö að krafti, mitt mottó þessa vikunna er að byrja að hlaupa, í dag hef ég ekkert úthald í hlaup. Ég læt ykkur vita eftir viku hvernig það plan gekk,“ segir Unnur Elva.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál