Fær sér salat í staðinn fyrir páskaegg

Sigríður Ásta Hilmarsdóttir.
Sigríður Ásta Hilmarsdóttir. mbl.is/Árni Sæberg

„Hreyfing er í 20 mínútna fjarlægð frá heimili mínu og hefði því ekki verið mitt fyrsta val ef ég hefði valið sjálf stað. Eftir fyrstu tvær vikurnar er Hreyfing komin í efsta sæti hjá mér. Starfsfólkið er frábært, þjálfararnir snillingar og stöðin hreinleg og heimilisleg,“ segir Sigríður Ásta Hilmarsdóttir í sínum nýjasta pistli en hún tekur þátt í heilsuferðalagi Smartlands og Hreyfingar.

„Ég er með lágt sjálfsmat, rosalega meðvituð um sjálfa mig og ekki mikið fyrir athygli. Ég hef akkúrat enga samhæfingu og er gjörsamlega taktlaus og fannst mér fráleitt að mæta í Zumba tíma eða Dans Fitness. Hins vegar ákvað ég að ögra sjálfri mér og nú eru þetta uppáhalds tímarnir mínir. Ég er hætt að pæla í því hvort einhver sé að horfa á mig, hvað öðrum finnst eða hvort ég sé að gera mig að fíbbli og mæti í ræktina til að skemmta mér.“

Sigríður Ásta segir að þessar tvær vikur hafi breytt miklu. 

„Þessar tvær vikur sem lífstílsbreytingin hefur staðið yfir hef ég ekki drukkið neitt gos nema kristal, ekki borðað neitt nammi og forðast viðbættan sykur. Fyrsta vikan var mjög erfið og ég var sífellt hugsandi um sykur. Önnur vikan var örlítið betri, nartþörfin að minnka og nammilöngunin að hverfa. Nú þegar páskarnir nálgast fylgja ótrúlega margar freistingar og auðvelt að falla af sporinu. Fermingarveislur, páskaegg og ofát sem fylgir hátíðardögum er eitthvað sem ég þarf að læra að hemja mig í. Um páskana ætla ég að hugsa að einn biti af páskaeggi gerir mig ekki feita frekar en að ein salatskál geri mig mjóa.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál