Hlutir sem allir upplifa í ræktinni

Þegar fólk nær takmarki sínu í ræktinni verður allt erfiðið …
Þegar fólk nær takmarki sínu í ræktinni verður allt erfiðið þess virði. Eggert Jóhannesson

Alveg sama í hversu góðu formi þú ert; þessar áköfu æfingar reyna bæði á líkama og sál. Hér koma nokkur atriði sem allir sem stunda líkamsrækt ættu að kannast við. Listinn birtist á heimasíðu Fitness Magazine.

  1. Þú kíkir á klukkuna en sérð að þú ert aðeins búin/nn með fimm mínútur.
  2. Þú þykist þurfa að reima skóna, bara til að taka þér smápásu.
  3. Þú vonar að enginn taki eftir áreynslusvipunum þínum eða „Darth Vader“-andardrættinum.
  4. Þú kíkir á ræktar-„playlistann“ til að fá hvatningu (eða truflun).
  5. Þrjú orð: Skrýtnir. Svita. Blettir.
  6. Þú getur ekki hætt að reyna að blikka svitann úr augunum.
  7. Þér þykir vatn vera það besta í heimi.
  8. Þangað til það byrjar að skvettast um í maganum á þér þegar þú tekur næstu lotu.
  9. Þú elskar að finna fyrir brunanum í vöðvunum.  
  10. Þú færð skyndilega einhvern ofurhetjumátt.
  11. Þegar þú nærð takmarkinu verður þetta allt þess virði.
Það reynir bæði á líkama og sál að stunda ákafa …
Það reynir bæði á líkama og sál að stunda ákafa líkamsrækt. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál