Stórhættulegur tími framundan

Sigrún Lóa Sigurgeirsdóttir.
Sigrún Lóa Sigurgeirsdóttir. mbl.is/Árni Sæberg

„Jól, bolludagur, sprengidagur, páskar, sumarfrí, veislur, helgar, allt eru þetta dagar sem vekja kátínu hjá fólki. Fólki sem hefur ekki áhyggjur af holdafari og getur leyft sér að eiga marga „sukkdaga“ í röð. Það get ég ekki! Nei, þessi tími sem nú gengur í garð er martröð fyrir þann sem þarf að passa upp á holdafarið,“ segir Sigrún Lóa Sigurgeirsdóttir í sínum nýjasta pistli en hún er ein af þeim fimm sem tekur þátt í heilsuferðalagi Smartlands og Hreyfingar.

„Nóg er fyrir mig að horfa á páskaeggin í verslununum og ég finn hvernig lærin þenjast út. Margir sem burðast með aukakílóin kannast við þetta, horfa á konfektmolann og tertusneiðina og buxurnar þrengjast. Það er alla vega tilfinningin hjá mér og þá er bara best að láta hugan svífa og einbeita sér að einhverju öðru. Þar sem ég er innkaupastjóri heimilising eru gerðar kröfur til mín á þessum tímamótun, baka tertur, búa til ís, hafa rjómasósu með lambinu og lítil páskaegg með ísnum. Hafa snakk og ídýfur, nammikvöld og fleira girnilegt á boðstólum. Nú veður þessu snúið við,“ segir hún.

„Vissulega verður lambalæri á borðum en meðlætið verður hollt og gott, ísinn verður gerður úr frosnu mangó, drykkurinn verður ískalt vatn með fullt af klökum og snakkið verður niðurskorið grænmeti með hollri ídýfu. Vitið hvað ... enginn hefur mótmælt þessu plani, allir eru til í að hjálpa til að koma innkaupastjóranum í form sem er bara rosalega hvetjandi. Mitt páskaegg verður bláberjafata með páskaunga á toppnum og ég á eflaust eftir að sjá til þess að hundurinn fái hreyfingu meðan allir aðrir á heimilinu og víðar verða dofnir í sófanum eftir súkkulaðiát frá morgni til kvölds. Gangið hægt um gleðinnar dyr, njótið páskafrísins ég ætla að standast allt álagið, það verður erfitt en stuðningur ykkar allra í kring um mig hefur komið á óvart og ég Get, Ætla og Skal Gleðilega páska.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál