Kílóin fjúka af Unni Elvu

Unnur Elva Arnardóttir.
Unnur Elva Arnardóttir. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Þá erum við að verða um það bil hálfnaðar og árangurinn stendur ekki á sér. Það sem hefur gerst þessar tæplega fimm vikur er að ég get í dag hlaupið 5 KM án þess að mæðast eins og hundur, ég er búin að missa umfram væntingar af kílóum og tugir af sentimetrum farnir.  Líðanin er allt önnur eftir að ég tók sykurlausu áskoruninni, ég er miklu orkumeiri, á auðvelt með að vakna alla morgna virku daga vikunnar klukkan fimm.  Húðin er sléttari og mér ekki eins kalt, þarna eru vítamínin að virka heldur betur,“ segir Unnur Elva Arnardóttir í sínum nýjasta pistli á Smartlandi Mörtu Maríu. 

„Ég er miklu einbeittari í vinnunni, sjálfstraust hefur aukist og ég næ að afkasta töluvert meiru en áður.

Hverju hef ég breytt í stórum dráttum fyrir utan að taka sykur út, borða alveg sex mismunandi stórar máltíðir á dag, passa alltaf að borða hollan orkuríkan morgunmat, hef ekkert verið að borða pasta, hrísgrjón eða hvítar kartöflur. Ég hef aukið umtalsvert að borða grænmeti og ávexti, notað gríska jógúrt sem ídýfu, borða töluvert af feitum fiski og sleppt fitu á kjöti.

Jú eflaust segja margir „þetta gengur ekki upp endalaust svona“ málið er bara að ég er ákveðin að ná mér núna niður í kjörþyngd og halda mér þar, eflaust kem ég til með bæta inn aftur pasta, kartöflum og grjónum en þá bara í hádeginu.“

Unnur Elva Arnardóttir.
Unnur Elva Arnardóttir. mbl.is/Ómar Óskarsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál