Finnst Heiða ekki borða nógu hollt

Bjarnheiður Hannesdóttir lenti í hjartastoppi í desember 2012.
Bjarnheiður Hannesdóttir lenti í hjartastoppi í desember 2012.

„Sunnudagurinn rann upp og við Heiða kúrðum aðeins lengur, það er frí í dag. Borðuðum morgunmat og þá var bankað á dyrnar og það var Turkey frá Kuwait, hann kom með nýtt brauð handa Heiðu, berjasultu, crossant og smá nammi. Hann sagði að Heiða yrði að borða hollann mat, hann nefnilega sá að í gær fékk Heiða sér pizzu og það fannst honum ekki gott,“ segir Snorri Hreiðarsson maður Bjarnheiðar Hannesdóttur eða Heiðu eins og hún er kölluð á bloggsíðu hennar. 

„Heiða byrjaði  að kvarta um í maganum, miklir verkir, ég lagði hana upp í rúm og við kölluðum á lækninn og þá byrjaði allt að hristast, annar jarðskjálfti, húsið gekk til og frá samt mjög rólega, vá þetta er óþægilegt. Við höfum fylgst vel með atburðunum í Nepal og þetta er svo hræðlegt. Við þurftum að yfirgefa bygginguna í smá stund, fórum út og biðum þar í kannski 30 mín og svo máttum við fara inn. Magaverkir Heiðu liðu smátt og smátt hjá og henni leið betur,“ segir Snorri.

Bjarnheiður Hannesdóttir í stofnfrumumeðferð á Indlandi.
Bjarnheiður Hannesdóttir í stofnfrumumeðferð á Indlandi.

„Vorum að spá í að fara nokkur saman að einhverjum turni sem er hér ekki langt frá en hættum við því mannskapurinn var ekki upp á sitt besta. Við Heiða skelltum okkur þá bara í göngutúr með myndavélina að vopni í von um að sjá apana við vatnið, tókum með okkur mangó til að gefa þeim ef þeir væru þar og viti menn, þarna voru þeir stórir og smáir, mæður með ungana sína, magnað að sjá þá þarna bara 2 m frá okkur.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál