Kveið oft fyrir helgunum

Unnur Elva Arnardóttir.
Unnur Elva Arnardóttir. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Oft kveið mér fyrir helgunum þar sem ég átti mjög erfitt með að vera dugleg í mataræðinu um helgar. Helgin byrjaði yfirleitt með pitsu á föstudagskvöldi og þá var voðinn vís, eftir pitsu á föstudagskvöldi öskrar maginn á mat á laugardagsmorgni, ristað brauð með sultu og camenbert varð þá fyrir valinu og svona hélt helgin áfram. Síðasta föstudagskvöld varð veitingastaðurinn Krúska á Suðurlandsbraut fyrir valinu, frábær staður með holla og góða rétti.  Laugardagsmorgun, vaknað snemma og tekið vel á því í ræktinni, í kjölfarið orkumikill morgunmatur með grískri jógúrt og ferskum ávöxtum,“ segir Unnur Elva Arnardóttir í sínum nýjasta pistli. Unnur Elva tekur þátt í heilsuferðalagi Smartlands Mörtu Maríu og Hreyfingar.

„Lífið er bara allt annað núna, líðanin er allt önnur og orkan umtalsvert meiri.  Fötin eru rýmri og það er alltaf jákvætt hjá konum þegar þeim árangri er náð. 

Á sunnudaginn var barnaafmæli, hvað gerir maður þá, jú ég bauðst til að koma með hráköku bæði fyrir mig og aðra veislugesti sem vilja bragði á þessu dýrindis góðgæti sem er sykurlaust.  Hráfæði er eitthvað sem ég uppgötvaði núna á sykurlausa fæðinu mínu.  Þetta er allt rosalega gott, mikil fjölbreytni og auðvelt að útbúa en getur tekið töluverðan tíma.  Ég hvet alla þá sem ekki hafa prófað eða smakkað að gera það strax,“ segir Unnur Elva.

Síðan heilsuferðalagið byrjaði hefur Unnur Elva náð að skipuleggja sig mun betur.

„Í dag eru það helgarnar sem eru auðveldari en virku dagarnir, þá næ ég að skipuleggja mig betur, borða 100% rétt og fjölbreytnin er töluvert meiri en á virku dögunum.

Við erum um það bil að klára viku sex í þessari heilsuvegferð, tíminn er búinn að vera fáránlega fljótur að líða, flottur hópur af konum sem hafa stutt hvor aðra í svita og tárum, smá væmni hérna, það er nú þegar búið að ákveða að halda hópinn áfram, hittast reglulega í ræktinni og deila árangurssögum.“

Unnur Elva Arnardóttir.
Unnur Elva Arnardóttir. mbl.is/Ómar Óskarsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál