Það er hægt að vakna eldsnemma í ræktina

Það getur verið þrautinni þyngra að vakna eldsnemma á morgnanna …
Það getur verið þrautinni þyngra að vakna eldsnemma á morgnanna til að fara í ræktina, en það á víst að vera hægt. AFP

Það er frábær tilfinning að byrja daginn á hressilegri líkamsrækt en það getur verið þrautin þyngri að fara fram úr á morgnana þegar maður gæti tæknilega séð sofið í einn eða tvo tíma til viðbótar. En hérna koma nokkur skotheld ráð fyrir þá sem vilja byrja daginn í ræktinni. Listinn var settur saman af nokkrum líkamsræktarþjálfurum fyrir heimasíðu Self. Þetta er alveg hægt!

Legðu áherslu á svefninn

„Fáðu nægan svefn svo þú sért úthvíld,“ segir spinningkennarinn Jennifer Sherman. „Hafðu svo vekjaraklukkuna í ákveðinni fjarlægð frá rúminu, þannig að þú þurfir að standa upp til að slökkva á henni.“

Finndu þér félaga

Það er tilvalið að stunda líkamsrækt með vini, þannig eru minni líkur á að þú skrópir í ræktinni. Þegar þú veist að einhver stólar á að þú mætir verður erfitt að koma sér undan.

Láttu keppnisskapið ýta þér áfram

Gerðu veðmál við æfingarfélaga þinn. Takið fyrirfram ákvörðun um að fara t.d. fjórum sinnum í ræktina á viku yfir sex vikna tímabil. Leggið svo ákveðna fjárhæð undir fyrir hvern tíma. Sú sem er fyrri til að skrópa tapar og sigurvergarinn fær peningapottinn. Ef hvorug ykkar skrópar yfir þetta tímabil þá getið þið notað peninginn til að verðlauna ykkur með góðri máltíð.

Vertu flott í tauinu

Það verður skemmtilegra að hreyfa sig ef fötin eru í lagi. Sherman mælir með að taka ræktardótið saman kvöldið áður og sjá þannig til þess að allt sé á sínum stað. „Nýttu kvöldið í að finna réttu fötin til, hlaða iPodinn og fylla á vatnsflöskuna.“

Vertu þolinmóð

Það er erfiðast að byrja. Ef þú þraukar í gegnum fyrstu tíu mínúturnar þá gleymir þú öllum afsökununum og efasemdunum sem þú hafðir áður en þú byrjaðir að hreyfa þig. Blóðið kemst á hreyfingu og þú færð aukaorku.

Farðu varlega af stað

Líkaminn er stirður og þreyttur á morgnana, hann þarf smá tíma til að vakna. Vektu líkamann með öndunaræfingum og teygjum áður en þú dembir þér í æfinguna.

Nýttu þér samfélagamiðlana

Notaðu samfélagsmiðlana til að segja fólki að þú ætlir að stunda hina eða þessa líkamsrækt á morgun. Bjóddu svo vinum þínum að hitta þig í ræktinni. Þá þýðir ekkert að skrópa. 

Undirbúðu morgunmatinn þinn

Það flýtir fyrir að vera búin að undirbúa hollan og góðan morgunverð. Chia- eða hafragrautur er tilvalið nesti út í daginn. Þá er einfalt að útbúa og þeir veita góða orku.

Skemmtu þér

Gerðu ræktina skemmtilega með réttu tónlistinni. Notaðu t.d. Spotify ef þú ert ein eða farðu í tíma þar sem skemmtileg tónlist er höfð að leiðarljósi.

Það er skemmtilegra að æfa í flottum fötum. Þessir skór …
Það er skemmtilegra að æfa í flottum fötum. Þessir skór koma frá Nike.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál