Komst upp með að borða allt - en ekki lengur

Kristín J. Rögnvaldsdóttir.
Kristín J. Rögnvaldsdóttir. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Í mörg ár gat ég leyft mér að borða næstum hvað sem mig langaði í og komst upp með það án þess að bæta á mig kílóum. En þeir dýrðardagar eru úti og ég þarf að taka mér tak, allar þessar breytingar sem verða á konum eftir fertugt eru búnar að ná í skottið á mér,“ segir Kristín J. Rögnvaldsdóttir fasteignasali í sínum nýjasta pisti. Kristíns  tekur þátt í heilsuferðalagi Smartlands Mörtu Maríu og Hreyfingar ásamt fjórum öðrum.

„Eftir fertugt missir meðalkonan árlega um 230 grömm af vöðvum, ef hún notar þá of lítið. Það hægir á brennslu hitaeininga þegar vöðvarnir rýrna en samt borðum við jafn mikið eða jafnvel meira en áður. Niðurstaðan er einföld, við söfnum óæskilegri fitu á líkamann. Ég er komin yfir fertugt og veit því nákvæmlega hvar þessi fita safnast, jú þegar dregur úr hormónaframleiðslu þá sest fitan á efri hluta líkamans. Maður fær keppi á bakið, skvap á upphandleggi eins konar leðurblöðkuvængi og fitu sem bullar upp úr brjóstarhaldaranum, ekki nóg með það heldur eykst mittismálið því magaspikið eykst,“ segir Kristín.

Hún segir þó óþarfa að örvænta því það sé alveg hægt að snúa vörn í sókn eins og hún gerði sjálf.

„En við getum haldið þessu í skefjum. Við þurfum bara að æfa reglulega og huga að réttu mataræði. En það er ekki alltaf einfalt, ég er t.d. búin að vera að æfa bæði reglulega og óreglulega síðustu ár, með misjöfnum árangri. Þegar ég byrjaði á námskeiðinu hjá Önnu Eiríks og Árnýju Andrésar fann ég virkilega mun. Ég lofa ykkur að ég hefði ekki gert ein nema um 30% af því sem þær fengu okkur til að gera. Það er ótrúlegt hvað það gerir mikið að vera með þjálfara með sér og hvað maður er ánægður með sig eftir hvern tíma sem maður er búinn að gefa allt í. Ég veit reyndar að ég á örugglega eftir að sækja þessi námskeið áfram til að halda mér á réttum stað í þyngd. Því ég er búin að lofa mér að missa ekki tökin á aukakílóunum aftur.“

Kristín J. Rögnvaldsdóttir.
Kristín J. Rögnvaldsdóttir. mbl.is/Ómar Óskarsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál