Hversu margar kaloríur eru í sæði?

Sumur menn vilja að bólfélagi þeirra kyngi sæðinu þegar þeir …
Sumur menn vilja að bólfélagi þeirra kyngi sæðinu þegar þeir þyggja munnmök. Skjáskot

„Við verðum að viðurkenna að stundum lendir sæði á ólíklegustu stöðum,“ segir í grein um sæði á heimasíðunni Greatist.com og þá er sérstaklega átt við munninn. „Sem betur fer mun smáástarsafi ekki skemma megrunina.“ Í greininni kemur svo fram að í einni teskeið af sæði eru fimm til 25 kaloríur.

Sæði er samsett úr próteini og ótal vítamínum og steinefnum en aðeins eitt prósent sæðisins er sáðfrumur. Ástand sæðisins fer svo vissulega eftir aldri og lífsstíl karlmannsins. Því hefur meira að segja verið haldið fram að neysla ýmissa fæðutegunda geti bragðbætt sæðið, til dæmis ananas.

„Sæðið er tandurhreint, stútfullt af næringarefnum og hvert skot inniheldur aðeins 15 hitaeiningar. Sýrustig þess getur þó framkallað brjóstsviða hjá sumum konum þannig að mikil neysla þess er kannski ekki æskileg í slíkum tilfellum,“ segir svo á heimasíðu Heilbrigðisstofnunar Þingeyinga.

Ein teskeið af sæði inniheldur fimm til 25 kaloríur.
Ein teskeið af sæði inniheldur fimm til 25 kaloríur. www.womenshealthmag.com
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál