Elsti súludansari Bretlands er 61 árs

Súludansarinn Kathryn Ladlow er 61 árs gömul.
Súludansarinn Kathryn Ladlow er 61 árs gömul. Skjáskot af vef Daily Mail

Kathryn Ladlow hvetur eldri konur til að byrja í súludans en sjálf segist hún vera elsti súludansari Bretlands. Ladlow er 61 árs gömul og fór að iðka íþróttina þegar að hún hætti að starfa sem hjúkrunarfræðingur og fór á eftirlaun.

Ladlow hvetur eldra fólk sem og börn til að iðka íþróttina. Hún segist hafa viljað prufa nýjar leiðir til að halda sér í formi og þá hafi súludansinn orðið fyrir valinu. Það eru ekki margar 61 árs gamlar konur sem geta haldið sér á hvolfi með lærunum einum. Ladlow telur dansinn frábæra hreyfingu fyrir allan líkamann.

Ladlow er afar lipur á súlunni.
Ladlow er afar lipur á súlunni. Skjáskot af vef Daily Mail

„Ég er sú elsta í mínum tíma. Alltaf þegar við erum að gera nýjar hættulegar æfingar bið ég bara um dýnu til að hafa undir mér ef ég dett.“

Í viðtali við vefinn Daily Mail segir Eve Anderson, kennari Ladlow, að hún standi sig afar vel í íþróttinni. „Súludans er frábær hreyfing og bætir einnig sjálfstraustið.“ Hún segir þá stemmninguna í tímunum afar góða og að fólkið hjálpist að og hrósi hvort öðru.

Hún hvetur alla til að byrja í íþróttinni.
Hún hvetur alla til að byrja í íþróttinni. Skjáskot af vef Daily Mail
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál