Sykur hefur áhrif á sveiflur í skapi

Júlía Magnúsdóttir.
Júlía Magnúsdóttir. Ljósmynd/ Tinna Björt

„Hormón eru boðefni líkamans sem ferðast um blóðrásina til vefja og líffæra. Hormón okkar hafa gríðarleg áhrif á getu að léttast, svefn, skap, kyngetu og margt fleira. Sykur og einföld kolvetni eru þekkt fyrir áhrif á þyngdaraukningu, en þessar fæðutegundir hafa einnig mikil áhrif á fyrirtíðarspennu og einkenni á breytingaraldrinum. Sérstaklega þegar kemur að þreytu, sleni, matarlöngunum (sykurlöngun) og skapsveiflum,“ Júlía Magnús­dótt­ir, heil­su­markþjálfi á Lifðu til fulls, í pistil sinn sem birtist í seinustu viku. Þar fjallar hún um Hormón, sykur og liðverki

„Sykur hefur ekki aðeins áhrif á sveiflur í skapi og orku heldur truflar hann líka eitt af kraftmesta hormóninu í líkama okkar, insúlíninu sem stýrir þyngdartapi. En það tengist líka öðrum hormónum í líkama okkar eins og estrógeni og testósteróni. Þegar insúlín hækkar mikið, oftast eftir máltíð fulla af sykri, getur það leitt til lágs gilda af ákveðnu próteini sem kallast SHBG. SHBG bindur auka estrógen og testósterón í blóðinu, en þegar það er lágt þá aukast þessi hormón. Insúlín eykur einnig framleiðslu á testósteróni, sem er síðan umbreytt í ennþá meira estrógen.“

„Með því að koma ójafnvægi á hormónabúskap líkamas margfaldar það einkenni eins og pirring, kvíða, gleymni og konur á breytingaraldri upplifa ennþá sterkari einkenni eins og hitakóf, nætursvita og kviðfitusöfnun.“

„Ef þú upplifir eitthvað af þessu gæti það að sleppa sykri verið ein leið að náttúrulegum bata. Þetta er eitthvað sem ég veit margar konur hjá mér sem hafa lokið Nýtt líf og Ný þú þjálfun vitna um, sem má lesa meira um hér. Sýna jafnframt margar rannsóknir að sterk tengsl milli mataræðis og hormóna, m.a að slæmt mataræði, vítamín- og steinefnaskortur getur aukið á einkenni fyrirtíðarspennu.“

Pistil Júlíu má lesa í heild sinni á blogginu hennar. 

„Sykur hefur ekki aðeins áhrif á sveiflur í skapi og …
„Sykur hefur ekki aðeins áhrif á sveiflur í skapi og orku heldur truflar hann líka eitt af kraftmesta hormóninu í líkama okkar, insúlíninu sem stýrir þyngdartapi," segir heilsumarkþjálfinn Júlía.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál