Sex kostir þess að fá fullnægingu

Fullnæging styrkir ónæmiskerfið.
Fullnæging styrkir ónæmiskerfið.

Vefurinn Independent tók saman lista í tilefni dags fullnægingarinnar síðastliðinn föstudag. Á listanum koma fram ýmsar áhugaverðar staðreyndir um kosti þess að fá fullnægingu. 

Fullnæging er náttúruleg leið við að losna við stress og sársauka.

Við fullnægingu berst hormónið oxýtósín frá heilanum og út í blóðrásina og frumurnar. Þetta hormón eykur vellíðan og gerir fólk jákvæðara, bætir sjálfsálitið og sjálfstraustið. Þá hafa rannsóknir einnig sýnt að hormónið geti minnkað sársauka eins og til dæmis við höfuðverk eða öðru.

Fullnægingin verður betri með árunum

Kynlífskönnun á vegum LELO sýndi fram að á að aðeins 4% ungra kvenna eru ánægðar með ástarlíf sitt og aðeins 31% þeirra fá fullnægingu á meðan á kynlífi stendur. Eftir því sem að konurnar urði eldri hækkuðu þó tölurnar og um 75% kvenna yfir sextugt segjast fá mun betri fullnægingu nú en áður. Þetta getur bæði stafað af því að konurnar þekki betur líkama sinn eða þá að því lengur sem þær hafa verið í sambandi og þekkja maka sinn betur eru þær opnari fyrir nýjungum í kynlífi. 

Fólk sem fær fullnægingu oftar en fjórum sinnum í viku lítur út fyrir að vera allt að sjö árum yngra

Læknirinn David Weeks tók úrtak og kannaði kynlífsvenjur hjá um 3500 manns. Hann komst að þeirri niðurstöðu að þeir sem fengu oftar fullnægingu litu út fyrir að yngri en þeir væru í raun. Þó gat fólk einungis litið út fyrir að vera yngra ef það stundaði öflugt kynlíf. Líkamsrækt er það eina sem getur einnig hjálpað til við að láta mann líta út fyrir að vera yngri en raunin er.

Fullnæging hjálpar manni að ná betri svefni

Við fullnægingu berast hormón frá heilanum sem að hjálpa til við slökun. Ásamt þeim losnar einnig melatónín en það hjálpar til við að ná tökum á svefninum. Þá er fullnæging einnig stresslosandi og undirbýr mann þannig undir góðan nætursvefn.

Fullnæging styrkir ónæmiskerfið

Samkvæmt læknum í Bretlandi geta þeir sem að fá fullnægingu tvisvar eða oftar í viku lifað allt að átta árum lengur þar sem að fullnægingin styrkir ónæmiskerfið. Í Bandaríkjunum var gerð rannsókn þar sem að um 3000 manns sýndu tengingu á milli þess að vera kynferðislega virkur og að stunda heilbrigðan lífsstíl.

Hægt er að æfa sig í að fá betri fullnægingu

Með því að þjálfa grindarbotnsvöðvana ertu í raun að æfa vöðvana í að fá betri fullnægingu. Þá eru grindarbotnsæfingar einnig góðar fyrir þvagblöðruna sem að á auðveldara með að halda þvagi. Æfingar auka styrkleika og tíðni fullnæginganna. Hægt er að gera þær reglulega yfir daginn með því að draga grindarbotnsvöðvana saman í um tíu sekúndur og sleppa svo aftur.

Fullnæging hjálpar manni að ná betri svefni.
Fullnæging hjálpar manni að ná betri svefni.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál