Súkkulaði morgunverðargrautur

Súkkulaðigrautur með kínóa.
Súkkulaðigrautur með kínóa.

„Þessi súkkulaðisæla er frábær sem morgunverðar eða millimálagrautur sem minnir á risotto. Kínóa kornið skaffar trefjar og fyllingu og bragðið er auðvitað himneskt. Þetta magn dugar nánast út vikuna,“ segir Gunnar Már Sigfússon einkaþjálfari sem hefur stúderað sykurleysi mikið. Gunnar Már verður með erindi í Tjarnarbíó á morgun ásamt Guðrúnu Bergmann í tilefni af Sykurlausum september á Smartlandi Mörtu Maríu. Hádegisfundurinn byrjar kl. 12.00 stundvíslega og þarf að skrá sig HÉR.

HRÁEFNI:
250 gr kínóa (ósoðið)
3 msk kakó (hafðu þær ríflegar fyrir meira súkkulaðibragð)
800 ml möndlumjólk
2-3 msk erythritol sætuefni
2 tsk vanilludropar
2 msk möndlusmjör

AÐFERÐ


1. Settu öll hráefnin í pott nema möndlusmjörið og hrærðu vel saman, passaðu að kakóið sé vel uppleyst. Láttu suðuna koma upp. Lækkaðu þá hitann og leyfðu blöndunni að malla þar til næstum allur vökvi er farinn (tekur um 20 mínútur) Það er mikilvægt að hræra reglulega í svo blandan brenni ekki við botninn. Það þarf jafnvel að setja smá aukalega af vatni.

2. Taktu pottinn af hitanum, hrærðu möndlusmjörinu saman við grautinn með skeið og berðu hann fram með smá skvettu af möndlumjólk eða grískri jógúrt. Það er hægt að nota alls kyns toppings og bragðbætiefni eins og hnetur, fræ, kókosflögur, kanill, rifið dökkt súkkulaði.

Gunnar Már hefur skrifað nokkrar matreiðslubækur þar sem hollustan er í forgrunni. Hann skrifaði tvær bækur um LKL mataræði og heldur úti námskeiðum þar sem hann hjálpar fólki að hætta að borða sykur. Þeir sem mæta á hádegisfundinn í Tjarnarbíói á morgun fá nýjustu bók Gunnar Más, Súkkulaðibókina, gefins á rafrænu formi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál