7 hlutir sem þú ættir að gera fyrir brjóstin þín á hverjum degi

Hugsar þú vel um brjóstin þín?
Hugsar þú vel um brjóstin þín? Skjáskot etsy.com

Hversu oft hugsar þú um heilbrigði brjóstanna þinna? Þá erum við ekki að tala um að hugleiða hversu stór, eða lítil þau séu. Hvort þau séu farin að síga eða hvort þú sýnir of mikla brjóstaskoru.

Við gefum útlitinu mikinn gaum, en gleymum oft að huga að heilbrigðinu, líkt og hvernig vefurinn og kirtlarnir hafa það og hvort blóðrásin sé í fínu standi. Sem sagt, allt sem við sjáum ekki í speglinum.

Á vef Mindbodygreen er að finna nokkrar ráðleggingar sem hjálpa okkur að halda brjóstunum sprækum, heilbrigðum og í toppstandi.

Nuddaðu brjóstin reglulega

Þá er ekki verið að tala um sjálfskoðun, heldur almennilegt nudd. Gott er að byrja nuddið í handarkrika og vinna sig niður að geirvörtum. Nuddið eykur bæði blóðflæðið til brjóstanna og örvar sogæðakerfið. Rannsókn sem framkvæmd var í Berkley leiddi einnig í ljós að þrýstingur getur hjálpað til við að koma í veg fyrir vöxt krabbameinsfrumna.

Hugleiddu

Stundaðu hugleiðslu á hverjum degi. Rannsóknir hafa sýnt fram á að hugleiðsla getur unnið gegn bólgum í líkamanum sem oft er forveri ýmissa sjúkdóma, líkt og krabbameins.

Hreyfðu þig

Kyrrstaða getur komið í veg fyrir að vessakerfið okkar vinni sína vinnu almennilega, það er að hreinsa eiturefni úr líkamanum.   

Samkvæmt National Cancer Institude getur venjubundin líkamsrækt lækkað líkurnar á krabbameini um allt að 20-80%.

Þegar þú hreyfir þig losna ýmis hormón úr læðingi sem geta til að mynda varið þig gegn brjóstakrabbameini. Auk þess stuðlar líkamsrækt að heilbrigðri þyngd, sem einnig lækkar líkurnar á krabbameini.

Svitnaðu

Losaðu þig við eiturefnin með því að svitna. Þú getur bæði tekið duglega á því, auk þess sem innrauð sána virkar vel.

Að svitna duglega er einnig geta talið hjálpað ónæmiskerfi okkar að vinna sem best.

Drekktu vatn

Vatn er orkugjafi fyrir frumurnar okkar. Það hjálpar nauðsynlegum vítamínum og steinefnum að komast leiðar sinnar í líkamanum og hjálpar okkur að hafa hægðir.

Geislaðu á náttúrulegan hátt

Það er nauðsynlegt að huga að þeim fjölda efna sem er að finna í okkar nánasta umhverfi. Sér í lagi efnum sem finna má í hreinsi- og snyrtivörum.

Rannsóknir gefa til kynna að ýmis efni sem er að finna í snyrtivörum, líkt og paraben og falöt, geti haft hormónatruflandi áhrif sem auka líkur á brjóstakrabbameini.

Skiptu hreinsi- og snyrtivörunum þínum út fyrir vörur sem innihalda ekki eiturefni.

Veldu lífrænt

Eiturefnin sem er að finna í matvælum geta safnast upp í líkamanum. Veldu lífrænt þegar þú getur. Sértaklega þegar um fæðutegundir líkt og epli og spínat er að ræða.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál