Einfalt ráð til að gera pítsuna þína hollari, án þess að breyta innihaldi hennar

Pítsa er eftirlæti margra.
Pítsa er eftirlæti margra. Ljósmynd/Lólý

Öll elskum við væna sneið af pítsu, en eins og við flest vitum er flatbaka ekki það hollasta sem við látum ofan í okkur.

Góðu fréttirnar fyrir þá sem elska þetta ítalska brauðmeti er að vísindamenn hafa fundið leið til að minnka fituinnihaldið, og þar með fækka hitaeiningum, án þess að breyta bragðinu.

Samkvæmt frétt Daily Mirror er munnþurrka svarið.

Það eina sem þú þarft að gera er að þurrka sneiðina þína með munnþurrku áður en þú hámar hana í þig. Munnþurrkan dregur í sig umfram fitu sem þú annars hefðir látið ofan í þig.

Margir hugsa eflaust að þetta sé of gott til að vera satt. En það sakar þó ekki að prófa. Hver veit nema þetta geti sparað einhverjum þarna úti nokkur aukakíló.

Meðfylgjandi mynd sýnir hversu mikla fitu þú getur sloppið við að innbyrða ef þú pantar dæmigerða flatböku af skyndibitastað.

Eins og sjá má fækkar hitaeiningum úr 117 í 76,5 við það að þurrka mestu fituna af yfirborði sneiðarinnar.

Líkt og sjá má af þessari skýringarmynd minnkar fituinnihaldið þónokkuð.
Líkt og sjá má af þessari skýringarmynd minnkar fituinnihaldið þónokkuð. Skjáskot af Daily Mirror
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál