Lýsir baráttu sinni við BDD (e. Body Dismorphic Disorder)

Svona telur listakonan Leigh de Vries sig líta út.
Svona telur listakonan Leigh de Vries sig líta út. Skjáskot Instagram

Listakonan Leigh de Vries var haldin BDD (e. Body Dysmorphic Disorder), sjúkdómi sem gerði það að verkum að hún var heltekin af útliti sínu. De Vries taldi sig hafa stærðarinnar æxli í andliti og lét því útbúa grímu sem líkir eftir ímynduðu útliti hennar, til að aðrir gætu séð það sama og hún sá í speglinum.

BDD er kvíðaröskun sem gerir það að verkum að þeir sem af henni þjást hafa afar brenglaða sýn á útlit sitt. Til að mynda gæti einhver sem haldinn er BDD talið örlítið ör vera afar áberandi lýti og verið handviss um að fólk muni stara á það.

Röskunin er talsvert algeng, en hún leggst bæði á konur og karlmenn. Fjöldi þekktra einstaklinga hefur tjáð sig um reynslu sína af BDD, þar á meðal Robert Pattinson og Miley Cyrus.

Samkvæmt frétt Daily Mail telur De Vries að hún hafi farið að þróa sjúkdóminn með sér þegar hún var unglingur, en hún fæddist með latt auga. Árið 2004 gekkst hún undir aðgerð til að lagfæra augað, en þrátt fyrir það taldi hún sig enn líta öðruvísi en aðrir.

Það tók þrjá mánuði að útbúa grímuna sem de Vries skartaði í tilraun sinni, en hún myndaði viðbrögð fólks við útliti sínu á götum úti.

„Ég ímyndaði mér alltaf að ef ég færi út á götu myndu lítil börn öskra í áttina að mér.“

„Þetta var líkt því að ég væri að ganga um eins og manneskjan sem ég hélt mig vera. Þetta var líklega mest ógnvekjandi dagur lífs míns. Reynslan reyndist síðan frelsandi því þegar ég fjarlægði grímuna áttaði ég mig á því að ég er falleg.“

Myndband listakonunnar má sjá hér að neðan.



Listakonan Leigh de Vries var haldin BDD og taldi sig …
Listakonan Leigh de Vries var haldin BDD og taldi sig afmyndaða í framan. Skjáskot af Instagram
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál