Svona kemst þú í gegnum veturinn

Það er fátt notalegra en að sötra svolítið kakó á …
Það er fátt notalegra en að sötra svolítið kakó á dimmum vetrarkvöldum. www.veggieandthebeastfeast.com

Veturinn er á næsta leyti, það er dimmt, blautt og drungalegt úti svo ekki sé minnst á bansettan kuldann. Hvernig á nokkur maður að fara að því að halda í gleðina undir þessum kringumstæðum?

Það er samt alger óþarfi að bugast því ýmislegt má gera þegar skammdegisleiðinn læðist upp að manni og lífsviljinn virðist vera að gufa upp. Elite Daily hefur tekið saman nokkur ráð sem birtast hér að neðan.

D vítamín

Sólin sér okkur að mestu fyrir þessu gleðivítamíni.

Þar sem að lítillar sólar gætir á norðurslóðum yfir vetrartímann er sniðugt að verða sér út um vítamínið með örðum hætti yfir dimmustu mánuðina. 

Hugsaðu út fyrir kassann

Margir missa dampinn í ræktinni yfir vetrartímann. Og enn fleiri mega vart til þess hugsa að stunda hreyfingu utandyra yfir köldustu mánuðina.

 Hreyfingarleysi veldur ekki einungis þyngdaraukningu, heldur hefur einnig áhrif á skap okkar. Þegar við hreyfum okkur losna úr læðingi ýmis efni sem gera okkur hress og kát.

Fyrir þá sem nenna ómögulega að skella sér í ræktina að vinnu lokinni, og enn síður að fara út að hlaupa í slabbinu, er hugsanlega gott að fjárfesta í æfingarbúnaði sem nota má heima við.

Nokkur handlóð, eða skemmtilegur DVD diskur með æfingum, gæti verið akkúrat það sem til þarf til að koma sér í gegnum veturinn.

Vaknaðu á skynsamlegum tíma

Það er enginn að segja að það sé bannað að sofa svolítið út. Reyndu þó að nýta dagsbirtuna, í stað þess að sofa hana af þér.

Ljós, ljós, ljós

Flest okkar eyðum við deginum inni og missum af þeim fáu sólarstundum sem veturinn hefur upp á að bjóða.

Þrátt fyrir að það sé orðið dimmt og drungalegt úti þegar þú kemur heim úr vinnunni getur verið dásamlega bjart og sólríkt heima hjá þér.

Hægt er að fá lampa sem líkja eftir sólarljósi til að koma manni í gegnum mesta skammdegið.

Dekraðu við þig

Stundum er beinlínis nauðsynlegt að láta svolítið eftir sér yfir þessa dimmustu mánuði. Heitt súkkulaði, góð bók og kertaljós svíkur til dæmis engan.

Ef þú hinsvegar þjáist af miklu skammdegisþunglyndi er nauðsynlegt að leita sér aðstoðar.

Mundu bara að það mun vora að nýju.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál