Kæra framleiðendur bætiefna

Bætiefnið Jack3d.
Bætiefnið Jack3d. Skjáskot af usplabsdirect.com

Fréttastofa Reuters hefur greint frá því að sex háttsettir starfsmenn USPlabs, framleiðanda bætiefnisins Jack3d, eigi yfir höfði sér kærur vegna ólögmætrar sölu á vítamínum og bætiefnum.

Kæran er liður í aðgerðum stjórnvalda til að stemma stigu við sölu á bætiefnum sem ekki hafa verið sannreynd og virkni þeirra því hvorki prófuð, né staðfest.

Í kærunni kemur fram að USPlabs hafi notað verksmiðjuframleidd örvandi efni við framleiðslu á bætiefnunum Jack3d og OxyElite Pro, en hafi þó talið söluaðilum trú um að efnin væru framleidd úr náttúrulegum efnum.

Umrædd bætiefni seldust fyrir 400 milljónir dollara, eða 53 milljarða íslenskra króna, á árunum 2008-2013 samkvæmt ákærunni.

„Allt frá Kaliforníu og yfir til Maine innbyrðir fólk allskyns pillur, púður og vökva á hverjum degi án þess að vita hvort það sé að henda peningum á glæ, eða hvort umrædd efni munu skaða það, fremur en að hjálpa því. Því miður eru mörg þessara efna ekki það sem þau eru gefin út fyrir að vera, eða þá að þau hafa ekki þá virkni sem dreifingaraðilar þeirra vilja vera að láta“ sagði Benjamin C. Mizer, aðalfulltrúi aðstoðarmanns dómsmálaráðherra.

Sex framkvæmdastjórar USPlabs og S.K. Laboratories sem framleiddu bætiefnin eiga yfir höfði sér ákæru, fjórir þeirra voru handteknir en búist er við að tveir mannanna gefi sig fram sagði í tilkynningu frá dómsmálaráðuneytinu.

Í ákærunni kom einnig fram að fjölda tilfella þar sem fólk hefur hlotið lifrarskaða megi rekja til neyslu bætiefnisins OxyElite Pro Advanced Formula. Ennfremur er því haldið fram að USPlabs hafi verið gert viðvart um skaðann sem efnið getur valdið, og að fyrirtækið hafi lofað bót og betrun. Þess í stað hafi fyrirtækið reynt að selja lagerinn eins hratt og hægt var, vitandi það að tvö innihaldsefni bætiefnisins gætu verið skaðleg heilsu fólks.

USPlabs hefur enn ekki sent frá sér yfirlýsingu vegna málsins.

Árið 2013 féll íslenskur leikmaður meistaraflokks karla í körfuknattleik, Ómar Örn Sævarsson, á lyfjaprófi eftir að hafa neytt bætiefnisins Jack3d.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál