Öfundar ekki - samgleðst

Bára Hafsteinsdóttir er 53 ára og starfar hjá Lancome á …
Bára Hafsteinsdóttir er 53 ára og starfar hjá Lancome á Íslandi.

Bára Hafsteinsdóttir er ein af þeim sem tekur þátt í Lífsstílsbreytingu Smartlands og Sporthússins. Nú eru búnar átta vikur af tólf og segir hún að þetta hafi gengið mun betur en hún þorði að vona.

„Hindranir hafa verið fáar, það er sjaldan eða bara aldrei sem ég hef þurft að tala sjálfa mig til í að fara á æfingu, eða beita mig harðræði með matarfreistingar. Stuðningurinn er auðvitað ómetanlegur. Vefja frænka hefur að mestu verið til friðs, ég hef ekki þurft að eiga við neina örmögnun, mikil verkjaköst eða heilaþoku,“ segir Bára.

Hún segist finna aðeins fyrir verkjum í kuldanum.

„Ég finn aðeins fyrir verkja einkennum núna í kuldanum en það er ekkert til að væla yfir. Ég hef verið hálf hissa yfir orkunni sem ég finn að ég bý yfir þessa dagana. Ég hef meira að segja verið að undrast yfir kvöld drolli hjá mér, hingað til hef ég „reynt“ halda mér vakandi fram yfir tíu fréttir á Rúv, en núna koma kvöld þar sem ég er að gaufast til miðnættis og vakna samt eiturhress.

Mig langar til að minnast á tvær konur sem að ég lít upp til þegar kemur að breyttum lífsstíl, hvoruga þekki ég en fylgist með þeim á Facebook, en það eru annars vegar: Ragga nagli, en hún er svo ótrúlega hispurslaus og skemmtileg og á alltaf til skynsamleg ráð til að styrkja sálartetrið ef á þarf að halda. Hún er mikið ræktardýr og gúmmelaði grís.
Svo er það Sólveig Sigurðardóttir/Lífsstíll Sólveigar, en hún hefur breytt sínum lífsstíl af mikilli skynsemi fyrir framan alþjóð ef svo má segja. Til hennar sæki ég oft innblástur að mataruppskriftum. Báðar eiga þær sína fortíð sem stærri konur sem hreinlega stóðu uppúr sófanum og hentu snakkpokanum, frábærar fyrirmyndir báðar tvær og flínkar í allskonar matarpreppi sem er svo nauðsynlegt þegar maður er að fókusa á svona breyttan lífsstíl.

Í daglega lífinu hitti ég oft á dag manneskjur sem gefa mér styrk, hrós og hvatningu sem ég er ótrúlega þakklát fyrir. Eina elskulega samstarfskonu hitti ég í vikunni sem sagði: ég öfunda þig svo af þessu verkefni. Nei ég ætla að umorða þetta, ég samgleðst þér svo innilega. Svo mikið fallega sagt og ég geri mér fyllilega grein fyrir hversu heppin ég er, þetta er eins og að vinna í happdrætti,“ segir Bára. 

Hún er mjög glöð með það utanumhald sem hún hefur fengið, bæði hjá Lilju Ingvadóttur þjálfara í Sporthúsinu og líka frá Smartlandi Mörtu Maríu.

„Fyrir utan allan stuðninginn sem Smartland MBL og Sporthúsið veita okkur stelpunum þá er stöðugt verið að gleðja okkur. Biotherm snyrtivörur færðu okkur: Body Sculpter, sem er gott fyrir slappa húð og Celluli Eraser, sem eins og nafnið segir til um minnkar cellulite. En Biotherm er mjög leiðandi í líkamsvörum. Nike færði okkur falleg og vönduð æfingaföt og glæsilegan Speedo sundbol, svo að núna lúkkum við heldur betur vel í ræktinni. Heppin kona ég. Tökum ábyrgð á eigin heilsu, það gerir það engin fyrir okkur.““

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál