Þetta gerist í líkama kvenna við fullnægingu

Fullnæging kvenna er margslungið fyrirbæri.
Fullnæging kvenna er margslungið fyrirbæri. mbl.is/AFP

Fróðleiksmoli dagsins er í boði vefsíðunnar Popsugar sem hefur tekið saman hvað gerist í líkama kvenna við fullnægingu.

Hvað gerist í líkama kvenna við kynferðislega örvun?

Þegar kona örvast kynferðislega fer hjarta hennar að slá örar, andardrátturinn verður grynnri og ýmsir vöðvar víðsvegar um líkamann dragast saman. Brjóstin stækka örlítið og geirvörturnar verða harðar. Sumar konur roðna í andlitinu, hálsinum eða bringunni, auk þess sem snípurinn þrútnar.

Konan fer að framleiða náttúrulegt sleipiefni sem gerir kynlífið ánægjulegra.

Ytri skapabarmarnir fletjast lítillega út og leggöngin lengjast og víkka. Þetta stafar af því að blóð þýtur til mjaðmasvæðisins, en breytingunum fylgir þægileg tilfinning (sem þið kannist eflaust allar við).

Rétt áður en kona fær fullnægingu dregst snípur hennar saman um helming.

Á meðan fullnægingu stendur roðnar konan, blóðþrýstingur hækkar, hjartsláttur eykst og hún andar örar. Í kjölfarið finnur hún gjarnan fyrir taktföstum vöðvasamdráttum í leggöngunum, í kringum legið og endaþarminn. Þessir samdrættir eru til þess fallnir að soga sæðið lengra upp í leggöngin, til að auðvelda sáðfrumum að frjóvga egg konunnar.

Samdrættirnir eiga sér stað á einnar sekúndu fresti, mildum fullnægingum fylgja venjulega 1-3 samdrættir, en kröftugar fullnægingar hafa í för með sér allt að 10-15 samdrætti.

Eftir að fullnæging er afstaðin  slaknar á vöðvum konunnar og allt verður aftur eins og það á að sér að vera. Á þessum tímapunkti bregðast sumar konur við örvun, sem gerir það að verkum að þær geta fengið enn fleiri fullnægingar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál