Trúir að allir geti fundið tíma í hreyfingu

Sara Barðdal, einkaþjálfari og heilsumarkþjálfi, trúir að allir geti fundið …
Sara Barðdal, einkaþjálfari og heilsumarkþjálfi, trúir að allir geti fundið sér tíma til að hreyfa sig.

„Áhugi minn á heilsu kviknaði árið 2008, þegar að móðir mín heitin greindist með krabbamein. Þá skall það á mér að heilsan skiptir okkur öllu máli. Ég var tvítug á þeim tíma og hafði ekki verið að hugsa nægilega vel um mig og mína heilsu. Í kjölfarið fór ég og mamma í mikla vinnu með mataræði og fleira, þá upplifði ég í rauninni mitt „aha“ augnablik,“ segir einkaþjálfarinn og heilsumarkþjálfinn Sara Barðdal. „Ég áttaði mig á því að það sem við borðum skiptir öllu máli og að orðatiltækið „þú ert það sem þú borðar” er dagsatt.“

„Eftir þessa upplifun var ekki aftur snúið því ástríðan fyrir heilbrigðum lífsstíl og mataræði var komin til að vera. Ég skráði mig í Institute of Integrative Nutrition og lærði heilsumarkþjálfun. Fljótlega langaði mig að læra meira á sviði hreyfingar og ákvað að fara í ÍAK einkaþjálfarann sem ég kláraði síðasta vor.“

„Hugmyndin á Hiitfit.is kviknaði í rauninni eftir að ég átti son minn og fór að leita leiða til þess að koma mér aftur í form í fæðingarorlofinu. Þar sem ég hafði ekki alltaf tök á að fara út og æfa á fór ég að prófa mig áfram heima. Það hentaði mér mjög vel að taka stuttar en kraftmiklar æfingar og ég náði miklum árangri,“ segir Sara sem hefur sett sér það markmið að hjálpa fólki að hreyfa sig reglulega.

Allir geta fundið tíma í hreyfingu

„Ég hafði oft tekið eftir því í gegnum tíðina að fólk notar tímaleysi sem helstu ástæðuna fyrir því að hreyfa sig ekki reglulega og mig langaði að sýna fólki að það þarf ekki endilega 1-2 klukkustundir á dag til þess að sinna hreyfingu.“

„Ég veit að allir eiga að geta fundið tíma og hreyfingu sem hentar þeim. Ég vil hjálpa fólki að finna  eitthvað sem hentar þeim, eitthvað sem hægt er að gera hvar og hvenær sem er. Það er í raun óþarfi að kaupa kort í ræktina eða verja löngum tíma í hreyfingu. Hiitfit er fyrir alla sem upplifa mikið annríki, vilja æfa heima eða úti og vilja hafa gaman.“

Fólk er í kapphlaupi allan daginn

Sara telur lífstíl fólks oft einkennast af stressi og háum kröfum. Líkami og sál, góð næring, hreyfing og slökun fær oft að sitja á hakanum að sögn Söru. „Margir eru í kapphlaupi allan daginn við að komast í gegnum lista af verkefnum. Það er svo ótrúlega mikilvægt að fólk passa sig og gleymi sér ekki í annríkinu.“

„Viðbrögðin við síðunni hafa verið góð, fólki finnst þetta áhugavert og þetta hentar mörgum vel. Ég hvet alla sem hafa áhuga á að kynna sér þetta að kíkja inná heimasíðuna Hiitfit.is, þar er hægt að fá fimm æfingar sendar í tölvupósti sem hægt er að gera hvar og hvenær sem er.“

Hiitfit er fyrir alla sem upplifa mikið annríki en vilja …
Hiitfit er fyrir alla sem upplifa mikið annríki en vilja samt gefa sér tíma til að hreyfa sig að söng Söru. Golli / Kjartan Þorbjörnsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál