6 leiðir til að hafa hemil á tíðabólum

Ýmislegt má gera til að vinna bug á tíðarbólunum.
Ýmislegt má gera til að vinna bug á tíðarbólunum.

Margar konur kannast við að steypast út í bólum í kringum blæðingar. Sem betur fer má ýmislegt gera til að draga úr þessum hvimleiðu gestum, sem mörgum konum finnst óþægilegt að þurfa að kljást við á fullorðinsaldri.

Prufaðu getnaðarvörn
Sumar getnaðarvarnarpillur hægja á myndun húðfitu með því að draga úr eðlilegri aukningu á estrógeni og prógesteróni sem á sér stað einni til tveimur vikum fyrir blæðingar.

Ekki snerta andlitið á þér
Það er auðvelt að gleyma sér og byrja að kroppa í andlitið á sér. Það kann þó ekki góðri lukku að stýra, enda er mikið af sýklum á fingrunum sem ekki eiga heima á andlitinu. Haltu fingrunum frá andlitinu og þvoðu þér um hendurnar áður en þú berð á þig krem eða farða.

Þrífðu farsímann þinn
Fólk gerir sér almennt ekki grein fyrir hversu margir sýklar leynast á skjá snjallsíma, en þeir geta orsakað útbrot og bólur við kjálkalínuna.

Farðu í sturtu eftir æfingu
Vendu þig á að fara í sturtu eftir æfingar, svitinn og húðfitan sem myndast  þú tekur á því getur mjög fljótlega fengið tíðabólurnar þínar til að blossa upp. Bólurnar geta ekki einungis myndast á andlitinu, heldur einnig bringunni og bakinu.

Berðu á þig krem sem innihalda Retinol
Þetta A-vítamín afbrigði mun hjálpa til við að halda svitaholunum þínum hreinum og koma í veg fyrir að þær stíflist. Mundu að Retinol-krem þurfa að jafnaði átta vikur til að virka.

Hugleiddu lyfjagjöf
Ef húðin er verulega slæm og engar aðferðir bera árangur er tímabært að leita ráða hjá húðsjúkdómalækni. 

Fleiri ráðleggingar má lesa á vef Prevention.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál