Er lestur lykillinn að betra lífi?

Það er ekki bara notalegt að hjúfra sig inni með …
Það er ekki bara notalegt að hjúfra sig inni með góða bók. Það getur beinlínis haft góð áhrif á almenna líðan og heilsu. Skjáskot Stylist

Nýleg rannsókn, sem gerð var við Háskólann í Liverpool, bendir til þess að yndislestur sé bráðhollur. Að lesa sér til skemmtunar er ekki einungis ánægjulegt, heldur getur það einnig aukið þolinmæði, samkennd og sjálfstraust fólks.

Rannsóknin leiddi í ljós að meira en fjórðungur fólks hafði fengið innblástur til að gera jákvæðar breytingar á lífi sínu eftir lestur bóka. Þá greindu 36% þátttakenda frá því að þau hefðu ákveðið að ferðast til nýrra staða, 19% sögðust hafa leitað uppi nýtt áhugamál og 20% fundu fyrir aukinni þörf á að huga betur að heilsunni eftir bóklestur.

Áhugaverðust er kannski sú staðreynd að fjölmargir sögðu að yndislestur virkaði prýðilega gegn streitu. Þá sögðu 38% þátttakenda að lestur væri einmitt eftirlætisaðferð þeirra til að takast á við streitu.

Þannig að ef þið lumið á ólesnum bókum úr jólabókaflóðinu er ekki úr vegi að fara að fletta þeim. Ef þið eruð búin að lesa allt upp til agna má að sjálfsögðu skunda út í næstu bókabúð, eða safn, og næla sér í skemmtilega skáldsögu.

Frétt Stylist

Bridget Jones er sú persóna sem konur tengja hvað mest …
Bridget Jones er sú persóna sem konur tengja hvað mest við samkvæmt rannsókn Háskólans í Liverpool. Skjáskot Stylist
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál