Var samfleytt á blæðingum í fimm ár

Chloe Christos var stanslaust á blæðingum í fimm ár.
Chloe Christos var stanslaust á blæðingum í fimm ár. mbl

Chloe Christos byrjaði á blæðingum þegar hún var 14 ára, um svipað leyti og margar vinkonur hennar. Þar af leiðandi kippti hún sér lítið upp við tíðirnar, þar til nokkrum vikum síðar þegar henni hafði enn ekki hætt að blæða.

„Ég fór til heimilislæknis, en það eina sem hann gerði var að mæla járn í blóði sem var afar lágt. Hann ráðlagði mér að borða meira rautt kjöt og sagði að það væri algengt að blæðingar stúlkna væru oft óreglulegar til að byrja með. Mér var í raun sagt að bíta bara á jaxlinn,“ sagði Christos í samtali við SELF.

Ástandið lagaðist þó ekki, en nokkrum mánuðum síðar var Christos enn á blæðingum. Hún gat ekki tekið þátt í íþróttum því henni blæddi stöðugt í gegnum þær hreinlætisvörur sem hún notaðist við, auk þess sem blóðþrýstingur hennar var orðinn hættulega lágur.

„Ég féll í yfirlið á hverjum degi, en fólk var farið að líta á það sem eðlilegan hlut. Ég var sjálf farin að lýsa mér sem manneskju sem bara líður oft yfir, til þess að reyna að útskýra ástandið fyrir sjálfri mér og öðrum.“

Skólagangan reyndist Christos erfið auk þess sem félagslífið leið fyrir ástandið, enda var hún afar þreytt sökum blóðskorts. Skömmu síðar fór hún að fá reglulegar járngjafir, en ekkert hjálpaði. Í raun stóðu blæðingarnar yfir næstu fimm árin, þar til Christos varð 19 ára og var greind með Von Willenbrand sjúkdóminn.

Ekki er hægt að lækna sjúkdóminn, en meðferðir eru til sem draga úr einkennum hans. Það leið þó á löngu þar til Christos fann meðferð sem gagnaðist henni, en fyrir fjórum mánuðum fór hún að taka tilraunalyf sem hefur gefið góða raun.

„Ég hafði ekki verið verkjalaus í nokkurn tíma, þannig að þetta var magnaður dagur fyrir mig,“ sagði Christos um fyrsta skiptið sem hún prufaði lyfið.

„Nú vara blæðingarnar einungis í svona fjóra daga og ég þarf ekki lengur að taka mér frí frá vinnu sem er æðislegt. Ég þarf ekki að nota verkjalyf og verð ekki lengur örþreytt sem er dásamlegt.“

Christos vill nú vekja athygli á blæðingaröskunum kvenna.

„Ég tel afar mikilvægt að við öflum frekari gagna um vandann. Þess vegna hef ég ákveðið að deila sögu minni, svo að konur, læknar og aðrir sem tengjast málinu á einhvern hátt geti haft opinn hug.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál