Af heimsleikunum í crossfit út í ísbúð

Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir vill sýna ungum stelpum að allt er …
Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir vill sýna ungum stelpum að allt er hægt ef viljinn er fyrir hendi. Ljósmynd/Skjáskot úr myndbandinu

Ein­stak­lingskeppni kvenna og karla hófst á heims­leik­un­um í cross­fit í Los Ang­eles í dag. Keppendur voru ræstir út fyrir sólarupprás í Carson en vissu þó ekki fyrir víst hvaða þrautir bíðu þeirra. Aðstandendur heimsleikanna gáfu út myndband á dögunum þar sem þeir fylgdust með undirbúningi fyrir leikana hjá þeim Annie Mist Þórisdóttur, Katrínu Tönju Davíðsdóttur og Ragnheiður Söru Sigmundsdóttur.

Hér má sjá Annie Mist Þórisdóttir gera styrktaræfingar með Hafþóri …
Hér má sjá Annie Mist Þórisdóttir gera styrktaræfingar með Hafþóri Júlíusi Björnssyni. Ljósmynd/Skjáskot úr myndbandinu

Myndbandið byrjar á því að fylgst er með stelpunum fá sér morgunmat í upphafi dags. Þar kemur fram að Annie Mist hafi borðað nánast sama morgunmatinn á hverjum morgni í eitt ár, steikt egg, beikon og hafragraut með hnetusmjöri. Hún stefnir á að koma tvíefld til baka á heimsleikunum í ár þar sem hún þurfti að draga sig úr keppni í fyrra vegna hitaslags. „Ég ætla að passa upp á að þetta gerist ekki aftur, fólk á ekki að muna þannig eftir mér.“

Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir átti erfitt með að finna sig í …
Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir átti erfitt með að finna sig í íþróttum sem barn. Ljósmynd/Skjáskot úr myndbandinu

Ragnheiður Sara var feitur krakki 

„Áður en ég byrjaði í crossfit var ég feitur krakki. Ég er í rauninni enn feit að innan, ég elska mat,“ sagði Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir áður en hún píndi ofan í sig glas af rauðrófusafa í morgunsárið sem er greinilega ekki í uppáhaldi hjá henni. Það fyrsta sem hún ætlar að gera eftir leikana er að fara út í ísbúð og fá sér bragðaref með nóg af kökudeigi. 

Í myndbandinu segist Ragnheiður Sara hafa prófað margar íþróttir í æsku en einhvern veginn gefist upp á þeim öllum. „Ég vil vinna heimsleikana til þess að sýna ungum stelpum sem finna sig ekki í öðrum íþróttum að allt er hægt ef viljinn er fyrir hendi.“

Katrín Tanja Davíðsdóttir á æfingu út í Boston.
Katrín Tanja Davíðsdóttir á æfingu út í Boston. Ljósmynd/Skjáskot úr myndbandinu

Þá var ferðinni heitið til Boston þar sem að Katrín Tanja Davíðsdóttir, sem sigraði heimsleikana í fyrra, býr nú. Hún segist í raun hafa orðið ástfangin af ferlinu í kringum leikana og síðan hafi verið extra bónus að vinna þá i fyrra. Hún starfar mikið með íþróttarisanum Reebok og er núna að vinna að því að búa til sína eigin crossfit-skó. „Ég er í betra formi nú en nokkru sinni áður og sterkari en nokkru sinni áður. Það sem ég er núna er nóg til þess að vinna heimsleikana.“

Frétt mbl.is - Íslensku stelpurnar meðal þeirra sterkustu 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál