Helmingur fólks forðast að kúka í vinnunni

Konur eru gjarnan sérlega feimnar við að fara á klósettið …
Konur eru gjarnan sérlega feimnar við að fara á klósettið í vinnunni. Ljósmynd / Getty Images

Að þurfa að létta á sér fjarri heimahögum getur valdið fólki ansi mikilli togstreitu, þá sér í lagi þegar fólk þarf að gera númer tvö. Kvíðinn getur orðið svo mikill að ríflega helmingur fólks getur hvergi hugsað sér að kúka nema á heimili sínu.

Ný rannsókn, sem framkvæmd var í Bretlandi og Bandaríkjunum, leiddi í ljós að rúmlega helmingi þátttakenda fannst hræðileg tilhugsun að hafa hægðir á almenningssalerni, en konur voru þar í meirihluta.

Rannsóknin leiddi einnig í ljós að hræðilegustu staðirnir til að hafa hægðir á væru vinnustaðurinn, heimili vinafólks og almenningssalerni þar sem aðeins er einn bás. Þá þykja veitingastaðir og barir heldur ekki ákjósanlegir staðir til að ganga örna sinna.

Rannsóknin var síður en svo hávísindaleg, en 59 Bandaríkjamenn svöruðu spurningum og 103 Bretar, líkt og lesa má í frétt Women's Health.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál