Líkir eftir frægum til styrktar krabbameinssjúkum

Hér má sjá Udovitch líkja eftir Kim Kardashian.
Hér má sjá Udovitch líkja eftir Kim Kardashian. Ljósmynd/Dry July Shave Off, Facebook

Geislasérfræðingurinn Mark Udovitch sem býr í Sydney í Ástralíu hefur verið að birta afar skemmtilegar myndir af sér á netinu þar sem hann endurgerir myndir af frægum einstaklingum.

Myndirnar eru liður í „Dry July“-herferðinni en verið er að safna peningi til styrktar krabbameinssjúkum. Myndir Udovitch hafa vakið verðskuldaða athygli en hann hefur einnig safnað hári í talsverðan tíma núna sem hann ætlar síðan að gefa í hárkollugerð. Það er Lisa, eiginkona Udovitch, sem sér um að taka myndirnar og „stílisera“ þær.

Myndirnar eru sláandi líkar.
Myndirnar eru sláandi líkar. Ljósmynd/Dry July Shave Off, Facebook

Udovitch er þó ekki sá eini sem birtir myndir af sér heldur eru samstarfsmenn hans líka duglegir við að skella sér í búning fyrir myndatöku. 

Myndirnar eru birtar á Facebook-síðu söfnunarinnar og er fólk hvatt til að leggja málefninu lið. Nú þegar hafa safnast tæpar tvær milljónir til styrktar málefninu en markmiðið er að safna um níu milljónum króna.

Heimasíða söfnunarinnar  

Þessi mynd af Kendall Jenner var um tíma vinsælasta myndin …
Þessi mynd af Kendall Jenner var um tíma vinsælasta myndin á Instagram. Ljósmynd/Dry July Shave Off, Facebook
Um tvær milljónir króna hafa safnast til styrktar málefninu.
Um tvær milljónir króna hafa safnast til styrktar málefninu. Ljósmynd/Dry July Shave Off, Facebook
Það er Lisa, eiginkona Udovitch, sem sér um að taka …
Það er Lisa, eiginkona Udovitch, sem sér um að taka myndirnar og „stílisera“ þær. Ljósmynd/Dry July Shave Off, Facebook
Udovitch hefur safnað hári til þess að gefa það í …
Udovitch hefur safnað hári til þess að gefa það í hárkollugerð. Ljósmynd/Dry July Shave Off, Facebook
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál